Hin heilaga þrenning

Alþingi samþykkti að það fólk sem tók að sér að vinna skýrsluna yrði hvorki sótt til saka fyri meiðyrði né rangar sakargiftir.

En þrátt fyrir það að ég sé ekki talsmaður Björgólfs Thors og hafi reyndar aldrei hitt manninn né talað við hann þá þykir mér undarlegt að hann skyldi ekki kallaður fyrir.

Þrátt fyrir "heilagleika" skýrsluhöfunda eru þau að mínu viti venjulegt fólk - fólk sem gerir mistök.

Björgólfur er með ( að mér skilst ) töluverða þátttöku í skýrslunni - en ekki spurður um eitt eðna neitt - eru það eðlileg vinnubrögð??

Á grundvelli m.a. skýrslunnar er komið í veg fyrir uppbyggingu stórfyrirtækis á Ásbrú af því að hann á einhvern smá hlut í því fyrirtæki.

Á Suðurnesjum er ARVINNULEYSI - ég veit að atvinnuuppbygging stangast á við stefnu stjórnarinnar í atvinnumálum - en fyrr má nú vera.

Er ekki rétt að fara að hleypa skynseminni að og láta múgæsingu og sleggjudóma til hliðar?

Það er á hreinu að múgæsingarliðið mun ekki byggja eitt eða neitt hér -

Til Alþingismanna - þið settuð skýrsluhöfunda í þá stöðu að þau væru hafin yfir lög - ég veit ekki til þess að slík undanþága hafi verið gerð fyrr - hversvegna núna?


mbl.is Lánin verða gerð upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Hamarinn, 20.4.2010 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband