Sorg

Það veldur mér sorg að sjá undirlægjuhátt Steingríms við Hollendinga og Breta.

Að þessi  eitt sinn trausti og hrausti stríðsmaður skuli liggja svona gjörsamlega hundflatur og kasta fyrir borð réttindum þjóðarinnar er sorglegt. Hann kastar ekki bara réttindum þjóðarinnar fyrir róða heldur vill hann setja manndrápsklyfjar á hana vegna glæpa nokkurra útrásarmanna - ógæfumanna sem allt snerist í höndunum á. Og Steingrímur vill að þjóðin borgi.

Forsetinn - sem er að sjálfsögðu líka að auglýsa sig - reynir að verja þjóðina í erlendum fjölmiðlum - Steingrímur leggur það í rúst -

Allt er þetta tal Steingríms þjónkun við Samfylkinguna í þeim tilgangi að koma þjóðinni inn í ESB hvað sem tautar og raular. Allt fyrir ráðherrastólana.

Hér áður fyrr var VG einn traustasti hlekkurinn í því að viðhalda sjálfstæði þjóðarinnar - Ásamt Sjálfstæðisflokknum var VG í brjóstvörn þjóðarinnar gegn framsali fullveldis þjóðarinnar til ESB. Þá bar formaður VG höfuðið hátt - stoltur ÍSLENDINGUR - baráttujaxl af gamla skólanum. Nú er öldin önnur - stoltið farið - reisnin horfin - og eftir stendur beygður maður - gamall fyrir aldur fram.

Öðruvísi mér áður brá Steingrímur J Sigfússon.

 

 


mbl.is Steingrímur: Íslendingar munu borga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

AGS er á leiðinni að klára sína 3. endurskoðun og þeir voru búnir að segja að henni gæti ekki lokið fyrr en það væri búið að ganga frá Icesave... Ég sé samhengi þarna á milli Ólafur Ingi...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.9.2010 kl. 13:04

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Tolti stríðsmaðurinn hefði aldrei látið kúga sig með þessum eða öðrum hætti - sá beygði er búinn að liggja flatur - Alla tíð hefur verið sagt að þetta væru 2 ótengd mál -

svo er ekki - blekkingaleikurinn heldur áfram - Jón Bjarnason stendur í lappirnar og fær bágt fyrir bæði frá VG og Sf.

Ég man ekki eftir því að ags hafi sagt að fyrst yrði að ganga frá Icesave - enda verður ekkert gengið frá Icsave á næstunni - málið á eftir að fara fyrir dóm.

VONANDI

Kúganirnar eru orðnar yfirþyrmandi.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 18.9.2010 kl. 13:34

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Komið þið sæl nú skulum við fara að láta verkin taka við bloggið er að verða úrelt með sama áfarmhaldi allavega er ekki hlustað á okkur!

Því verðum við að mæta við alþingi og henda út úr því óhæfum einstaklingum eins fljótt og kostur er því að bíða næstu kosninga er ekki hægt!

Sigurður Haraldsson, 19.9.2010 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband