Stella og sjálfshjálpin.

Starfsemi hjálparsamtakanna hvetur ekki til sjálfshjálpar segir Stella K. Víðisdóttir, sviðsstjóri hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar.

Af hverju í kolsvarta heitasta ....... heldur þessi kvenmaður að fólk standi í þessum biðröðum?

Ef hún heldur að fólk geri þetta sér til gamans í staðinn fyrir t.d. bíóferðir þá skjátlast henni.

Sjálfsagt eru einhverjir að misnota þetta en yfirgnæfandi meirihluti fer þarna af öskrandi þörf.

Stella segir einnig " Við höfum áhyggjur af þessum röðum, þar sem fólk bíður eftir að fá mat í poka".

Fólk er þó að fá einhvern mat sem er meira en það færi hjá !Velferðarsviði ?- borgarinnar.

Vissulega væri betra fyrir þetta fólk að geta framfleytt sér - EN HVERNIG VÆRI ÞÁ AÐ BORGIN STÆÐI FYRIR ATVINNUSKAPANDI STARFSSEMI Í BORGINNI Í STAÐ ÞESS AÐ STANDA Í FYRSTU HÓPUPPSÖGNINNI Í SÖGU BORGARINNAR.

 


mbl.is Deila á matargjafir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Enn ein opinber spíran að belgja sig í fjölmiðlum, en gerir auðvitað ekkert.

Velferðarsvið borgarinnar gæti, ef þau vildu, sameinað þessar matarúthlutanir undir eitt þak, í einhverju íþróttarhúsinu, eða samkomusal, einhverstaðar.

En þau gera ekkert, belgja sig bara út í fjölmiðlum, lítandi niður á fólk sem á bágt og þykjast vera á einhvern hátt betri vegna þess að þau hafa það bara drullufínt. Ónytjungar, nær allir með tölu sem vinna hjá hinu opinbera, snobb, valdasýki, hræsni, frekja og yfirgangur í þeim öllum. Allt á sama tíma og þau eru algjörlega ekki ómissandi í sínu starfi, og líklegast myndu hjólin snúast hraðar ef ekki væri fyrir alla þessa stjóra út um allt sem þykjast ráða einhverju, þegar í raun þau vinna fyrir almenning, ekki öfugt.

Tómas Waagfjörð, 5.11.2010 kl. 06:24

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þau vilja fel þetta. Þetta er of myndrænt.  Sýniir of vel þá neyð, sem er.  Betra að koma þessu undir teppi.

Þetta heitir víst afneitun.  Lítur ekki nógu vel út fyrir ímynd stjórnarflokkanna. Það er jú eina áhyggjuefnið hjá henni. Skítt með fólkið.  Það er bara að fá sér frítt að éta hef ég heyrt, svo það eigi eitthvað í spilakassana.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.11.2010 kl. 06:42

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Á sama hátt hafa spunameistararnir nú hamast við að gera lítið úr mótmælum og gengið jafnvel svo langt, eða lagst svo lágt að senda skríl með nasistafána á staðinn til að vekja hneykslan.  Þetta er allt saman prógrammerað, en einhvenvegin ráða þeir illa við þessar biðraðir. Vittu til, það kemur eitthvað upp á næstunni. Fréttir af fólki, sem misnotar þetta og þannig stöff.

Almannatengsl er þetta kallað. Propaganda hét það á tímum Hitlers. Nákvæmlega sami hluturinn með sama hugmynafræðing að baki. 

Jón Steinar Ragnarsson, 5.11.2010 kl. 06:50

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það er leitt að þessi kvenmaður skuli tjá sig með þessum hætti - en það er geymt en ekki gleymt.

Hún vill kanski fá allt þetta fólk heim til sín - vonandi á hún þá nóg til.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.11.2010 kl. 07:32

5 identicon

Hún ætti að skammast sín!

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 07:59

6 Smámynd: Linda

Sammála ykkur öllum, JS ég hef einmitt verið að hugsa það sama og þú varðandi mótmælin.  Fólk má ekki láta hræða sig í burtu, mótmælendur eru varnamenn almennings og elítan vill ekki sjá þá, frekar en biðraðir af góðu fólki, sem þarf að fá matarpoka :(  Elítan er búin að vera á Íslandi og það er kominn tími á að þau viti það. Burt með svona heimsku tal eins og frá þessari konu, fæ hroll yfir ummælum hennar.

Linda, 5.11.2010 kl. 08:01

7 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

þessi kona er eitthvað veruleikafirrt greyið - ég held að hún sé að horfa á trén en ekki fólkið sjálft sem er að leita sér að mat - því það á engan pening fyrir honum

Ragnar Birkir Bjarkarson, 5.11.2010 kl. 08:38

8 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sigrún - ef hún kann að skammast sín þá er tíminn núna sá rétti til þess.

Það er því miður of mikið um það í "kerfinu" að fólk gleymi því sem Tómas bendir á að það gleymi því að það er í vinnu hjá okkur og fyrir okkur. Á launum hjá okkur.

Ég hef lengi sagt að ef helming starfsmanna ráðuneytanna yrði sagt upp myndu vinnubrögðin batna því þá fengi hinn helmingurinn frið til að vinna.

Þetta eru ýkjur - en samt - í alvöru talað - þetta er EKKI í lagi.

Vill einhver ræða vinnubrögðin í Tryggingastofnun?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.11.2010 kl. 11:08

9 Smámynd: Jónas Magnússon

Alveg er það furðulegt að mannréttindaráð Reykjavíkur eyðir mörgum vikum í umræður um trúboð en ekki heyrist múkk frá þeim um lausnir gagnvart því fólki sem bíður sveltandi og kalt í biðröð fyrir ölmusu mat. Eitthvað finnst mér forgangsröðin skrítin . Þarf maður ekki fyrst að lifa áður en farið er að trúa?

Jónas Magnússon, 5.11.2010 kl. 17:59

10 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Jónas - þessi nefnd er að meirihluta skipuð fulltrúum esta flokksins og Sf -

Eftir höfðinu dansa limirnir og þú þekkir dansfimi narr og Dags B.

Allt er þetta í stíl -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 9.11.2010 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband