Dómstóll - og aðaldómstóll.

Merkileg blogg -

Við höfum hér dómstól - sem samkvæmt aðaldómstóli (götunnar) er óhæfur.

Dómari(dómarar) við hinn hefðbundna dómstól eru svo illa gefnir að þeir geta ekki metið framlögð gögn - hvorki myndbandsbúta né annað.

Dómstóll götunnar er hinsvegar mun hæfari ( að eigin áliti ) til þess að meta slík gögn. Enda séð t.d. myndbút í fréttum.

Er ekki rétt að gefa dómaranum færi á að vinna sína vinnu?  Ef sakborningar eru ósáttir við niðurstöðuna bíður Hæstiréttur.

Eða eru dómarar hans kanski líka óhæfir?


mbl.is Aðeins bútur til af myndskeiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það vill til að dómarar hæstaréttar eru sumir hverjir óhæfir ef við minnumst þess hvernig þeir voru skipaðir gegnum spillingaraðalinn.

corvus corax, 18.1.2011 kl. 16:19

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Hefur leikið einhver vafi á dómum þeirra eða er upp gagnrýni á störf dómara við Hæstarétt?

Verður Hæstaréttardómari óhæfur eða hæfur eftir því hver endalenga skipar hann í embætti - eftir það ferli sem á sér stað áður en til embættisveitingar kemur?

Svona málflutningur eins og þú viðhefur hér er þvættingur.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 18.1.2011 kl. 16:45

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hæfir eða ekki hæfir málið er prinsipp og ef einhver verður dæmdur sekur þá er vá fyrir dyrum!

Sigurður Haraldsson, 18.1.2011 kl. 20:56

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Er ekki rétt að bíða eftir niðurstöðunni - eða viljum við gera eins og stundum er talað um varðandi störf lögreglumanna í USA - að þeir skjóti menn svona til vonar og vara ef ske kynni að þeir væru sekir. Þótt kaninn sé byssuóður held ég nú samt að þetta sé orðum aukið.

En leyfum dómstílunum að vinna sitt verk.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 21.1.2011 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband