Sá sem lak upplýsingum heitir....

Það mun nú vera komið uppá yfirborðið hver það var sem lak upplýsingum um styrkina.

Styrkirnir eru löglegir - enda frá því fyrir lagabreytingu - lagabreytingu sem var runnin undan rifjum Sjálfstæðisflokksins.

Upplýsingagjafinn ( sem hefur ekki upplýst um styrki til Framsóknar eða Samfylkingar ) er væntanlega fagnandi í dag - en hve lengi ?

 

Ólafur I Hrólfsson


mbl.is Guðlaugur Þór: Ég óskaði ekki eftir styrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta er hið versta mál fyrir Sjálfstæðisflokkinn og kemur upp á versta tíma, rétt fyrir kosningar.

Jakob Falur Kristinsson, 9.4.2009 kl. 18:11

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Gott mál fyrir sjálfstæðisflokkinn. Hann fær nú langþráða ástæðu til að gerat betri og heilbrigðari flokkur. Vont fyrir kjósendur sem langar til að styðja þennan flokk því það tekur á samviskuna.

Gísli Ingvarsson, 9.4.2009 kl. 18:16

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Já Jakob - rétt er það

og það var einmitt tilgangurinn hjá eim sem lak - enda ekki beint hlyntur XD. Þessi sama opinberi starfsmaður mun ekki hafa látið eitt yfir alla ganga -

það er nauðsynlegt að nafnið komi fram því annars liggja allir starfsmenn skattyfirvalda undir grun - sem er óþolandi fyrir það ágæta fólk.

Gísli

Sjálfstæðisflokkurinn er sá eini sem hefur farið í gegnum sín mál af fullri hreinskilni. Okkur verður refsað fyrir það núna en þeir flokkar sem draga gamlan sora með sér inn í kosningarnar fá verðlaun - mikið fylgi

Síðan - eftir 18-24 mánuði springur sú stjórn og Sjálfstæðisflokkurinn verður fenginn til þess að hreinsa til. Þannig hefur það alltaf verið

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 9.4.2009 kl. 19:48

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Sökudólgurinn er "sá sem lak".

Þið hafið ennþá svo margt að fela og þegar eitthvað finnst er lekinn vandamálið.  Sá er slæmur sem segir sannleikann að ykkar mati.

"Sjálfstæðisflokkurinn er sá eini sem hefur farið í gegn um sín mál af fullri hreinskilni" segir þú  !!!!!!!!!!   

Þvílíkur farsi.  Ef þið hafið hreint borð þarf ekkert að fela og þá getur ekkert LEKIÐ.

Þú átt nú pínulítið bágt finnst mér.

Anna Einarsdóttir, 10.4.2009 kl. 00:25

5 identicon

Jæja Anna mín - finnst þér ég eiga pínulítið bágt - það er þá helst þegar ég les uppskrúfaðan misskilning ykkar sem viljið Sjálfstæðisflokkinn feigann. Leki - = t.d. ef einhver starfsmaður skattyfirvalda ákveður að veita einhverjar þær upplýsingar sem finnast í framtölum flokks nú eða einstaklings í þeim tilgangi að valda andstæðingi tjóni.

Eitt skal yfir alla ganga - Sjálfstæðisflokkurinn hefur tilkynnt að greiðslur 1 milljón og yfir frá 2006 verði gerðar opinberar . Væntanlega gera aðrir flokkar það líka. Sá sem lak er ekki sökudólgur nema að því leiti að ef hann er opinber embættismaður er hann brotlegur í starfi.

Steingrímur brandarakarl var kominn í skrif við sjálfan sig - nei Steingrímur - enginn brandari aðeins enn einn misskilningur þinn - nú eða enn ein rangtúlkunin. Nú eða bara yfirgripsmikil vanþekking. Meira að segja þú ættir að vita að sú naflaskoðun sem allir flokkar hefðu átt að fara í hefur ekkert með bókhaldsvinnu að gera. Aðferðafræði - nauðsynlegt að skoða hana - forgangsröðun - sömuleiðis - . Ég ætla ekki að nota fleiri svona flókin hugtök þannig að þér verði ekki fótaskortur á vegferð þinni í hatursskrifum þínum um Sjálfstæðisflokkinn.

En umfram allt - haldið áfram að moka yfir okkur - þið eruð að gera okkur slíka greiða með því og eruð að þjappa okkur saman og styrkja okkur í trúnni á framtíð flokksins að það er hreinlega frábært.

Takk fyrir það

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 04:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband