Færsluflokkur: Dægurmál

Þjóðarskútan

Var þetta þjóðarskútan með Jóhönnu og Steingrím innanborðs?
mbl.is Vélarvana bátur við Engey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðkunningjar stjórnarinnar og bankanna

Ég sé ekki hverjir aðrir en þeir sem stjórnvöld halda hlífiskyldi yfir ( Útrásar....) geri slíka hluti.

Guðmundi ætti að vera í lófa lagið að hringja í Steingrím vin sinn og ræða málið.


mbl.is Mr. X kaupir raðhúsalengju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Safnkostur Orkuveitunnar.

Þarna er um að ræða menningarsögulegt safn sem má ekki undir nokkrum kringumstæðum fara forgörðum.

Náttúrurgripasafnið er dæmi um hvernig EKKI á að umgangast þessa hluti.

Þótt sumu fólki þyki þetta smámál og að XD og VG hefðu annað þarfara að gera en taka þetta mál upp þá verður svo að vera -

Þakkir til þeirra fyrir að gera sitt til þess að koma a.m.k. í veg fyrir þetta skemmdarverk Regínu borgarstjóra og mannsins sem merki borgarinnar hafnaði.


mbl.is Hætta á að safnkostur skemmist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HLUTLAUSAR UPPLÝSINGAR ÓSKAST.

Linnulaust er logið að þjóðinni -

Ríkisstjórnin er í fararbroddi - bankarnir fylgja svo fast á eftir -

Er til of mikils mælst að fjölmiðlar taki af sér flokksgrímurnar og fái hlutlaust mat á þessum málum og greini frá þeim niðurstöðum

Hver er staða Haga - eignastaða - hver á fyrirtækið (24 milljarða)- hversvegna þessi hagnaðaraukning - hvað um afskriftirnar -

Hvaða fyrirtæki eru enn í "eigu" bankanna? Hvaða fyrirtæki hafa verið seld?

Hver er raunverulegur kostnaður ríkisins vegna bankanna?

Þetta er bara kúfurinn af spurningum sem almenningur á heimtingu á að fá svör við.

 


mbl.is Hagnaður Haga eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann er orðinn þunnur

yfirlýsingagrautur stjórnarinnar sem tekur engum rökum eða sönsum -

Lausnir hjá þeim eru engar - ekki má hlusta á stjórnarandstöðuna eða Hagsmunasamtökin - og þaðan af síður á verkalýðshreyfinguna.

Reyndar er merkilegt hvað verkalýðshreyfingin er hreyfingarlítil.


mbl.is Niðurstaðan gerbreytir allri umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rosalega er ég feginn

Vona að ég geti komist í þessa tölvu hjá þeim í Kína.

Mig langar til þess að taka saman viðsnúninginn í málflutningi Steingríms og Álfheiðar fyrir ráðherrastól og eftir að á stólana var komið.

Tölvan mín sem er bæði gömul og þreytt ræður bara ekkert við það verkefni.

2.507 milljarðar útreikninga á sekúndu - jú það ætti að duga - er það ekki?


mbl.is Öflugasta tölva heims í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og lög gera ráð fyrir -

Þvílíkur hroki í þessu morðóða liði -

Þeir eru varla dæmdir til dauða fyrir að vera svo löghlýðnir - eða hvað?

Glæpir gegn mannkyninu - morð - eru þau sakarefni sem þeir voru dæmdir fyrir.

Þetta lið á engann rétt á einu eða neinu - nema jú aftöku. Vilji þeir svelta sig til bana sparar það bara peninga.


mbl.is Aziz í hungurverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilorð?

4 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að flytja til landsins með flugi frá Hollandi 30 stykki af LSD, rúm 46 grömm af kókaíni, rúm 39 grömm af e-töfludufti, eina e-töflu og 47 grömm af hassi. Konan faldi þessi fíkniefni innvortis.

Fara dómar eftir kynferði dómþola?


mbl.is Skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnasmygl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvönduð vinnubrögð hjá Mbl.is

 

 Þetta væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir hvers lags sorgarsaga liggur að baki.

 Þetta væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir hvers lags sorgarsaga liggur að baki.

Er þörf á því að endurtaka þessa setningu?


mbl.is Sprautufíkill hálfa ævi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öryggisleysi lögreglunnar

Það er með ólíkindum hverig hægt er að koma fram við lögreglumenn að störfum án þess að það hafi einhverjar afleiðingar.

Það liggur við að manni detti í hug að einhver byssuóður sem skýtur að lögreglumanni verði sýknaður ef hann hittir ekki.

Viljinn sá sami - bara hitti ekki - -- í þessu máli slapp lögreglumaðurinn við smit - verknaðurinn sá hinn sami.

 Tryggjum öryggi lögreglumanna - ef ekki þá endar með því að það fæst ekki fólk til þess að gegna þessu mikilvæga starfi.


mbl.is Sýknaður af ákæru fyrir árás á lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband