Hengilásar
22.12.2008 | 18:23
Núna hlýtur að vera komið nóg - þessi glæpalýður virðist komast upp með hvað sem er ekki síst vegna þess að óhæfur fjölmiðlalýður eltir þetta uppi. 3 hjá Fjármálaeftirlitinu. Það væri munur ef fjölmiðlar hefðu svona mikinn áhuga á forvörnum í umferðinni. Svo er ekki, En ef ofbeldislýður gefur þeim myndefni nötra fjölmiðlar af hrifningu og senda allt og alla á staðinn. Svo er fólk að furða sig á auknu ofbeldi. Ofbeldisverk eru ær og kýr fjölmiðlaliðsins ekkert síður en gerendanna.
Að forsetinn skyldi taka á móti þessu liði á Bessastöðum ýtir enn undir það að leggja beri þessa embættisnefnu niður. En bíðum við - jú að sjálfsögðu tekur hann á móti ofbeldisaumingjunum. Hann var jú í fararbroddi útrásarinnar. Allt hangir þetta saman. Og hver var það sem níddist svo á kennarastéttinni hér fyrir nokkrum árum? Jú útrásarforinginn á Bessastöðum. Og var hann ekki í meirihluta á þingi fyrir nokkrum árum þegar laun voru skert um 50% á rúmum 4 árum? Að sjálfsögðu fær hann vini sína til Bessastaða. En af hverju á okkar kostnað?? Jú það er eðli ofbeldisins að þjóðin borgi brúsann - hvort sem er útrás - rúðubrot eða önnur skemmdarverk.
Ólafur I. Hrólfsson
![]() |
Hengilásar og forsetakaffi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)