Bráðamóttaka
1.1.2009 | 23:01
Á aðfangadagskvöld varð undirritaður að leita bráðamóttöku vegna sykursýki.
Móttökurnar voru frábærar og starfsfólk stórkostlegt - alveg fram til kl 10 um morguninn þegar ég var kvaddur með bros á vör og óskað gleðilegra jóla. Þetta yndislega fólk sem starfar þarna u.a. um hátíða fjarri fjölskyldu og vinum á skilið að við sýnum þeim þakklæti í verki. Hvar værum við stödd ef þeirra nyti ekki við? Lítum ekki á þau sem sjálfsagðan hluta af kerfinu. Þau eru öryggisventillinn okkar.
Hjartans þakkir og gleðilegt ár frábæra fólk.
Ólafur I Hrólfsson
![]() |
Frekar róleg nótt á slysadeild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Útrásarforsetinn
1.1.2009 | 15:39
Ætlar hann að vera í forsvari fyrir uppbyggingunni á sama hátt og hann var í forsvari fyrir útrásargreifununum - og hældi sér af því í tíma og ótíma. Orðin SKÍTLEGT EÐLI hafa náð nýjum hæðum hjá þessum fyrrverandi forsvarsmanni kommúnista á Íslandi. Og kanski er hann enn talsmaður þeirra. Svo sannarlega er hann ekki sameiningartákn þjóðarinnar. Ávarpið han - hann hefði átt að kippa því til baka eins og bókinni fyrir endurskoðun.
Ólafur I Hrólfsson
![]() |
Þjóðarátak nýrrar sóknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bifhjólaslys
1.1.2009 | 02:05
Bifhjólaslys - bifreið ekur í veg fyrir bifhjól - rétt fyrirsögn - Umferðarslys - bifreið ekur í veg fyrir mótorhjól ( bifhjól ) . Bifreiðastjórar - við erum á ferðinni - við erum til -
Bikerar - notum hlífðarfatnaðinn - okkar vegna og líka vegna fjölskyldna okkar.
Ólafur I Hrólfsson
![]() |
Bifhjólaslys í Kópavogi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)