Núna verðum við rík..
21.1.2009 | 07:05
Í gegnum tíðina hefur það komið fyrir aðallega þá á árum áður að ein og ein hraðasekt sæddist inn til mín. Stöðumælasektir voru hinsvega æði miklu fleiri.
Nú - lögreglunni ber að hafa eftirlit með umferðinni - borginni með nýtingu stæða borgarinnar.
Fram að þessu hef ég greitt þetta allt saman - nú er ríkið - skv - fréttinni - væntanlega bótaskylt vegna vanefnda Landsbankans gagnvart viðskiptavinum sínum. Með hraðasektum - stöðvunarbrotum - stöðumælabrotum - erum við - viðskiptavinir lögreglu/ríkisins og borgarinnar komin í þá aðstöðu ( væntanlega ) að fá þetta allt endurgreitt - lögreglan brást eftirlitshlutverki sínu að koma í veg fyrir hraðakstur og annað slíkt og borgin brást í því að koma í veg fyrir stöðumælabrot.
Bjartir tímar framundan
EÐA ER KANSKI RÉTT AÐ GANGA AÐ BJÖRGÓLFI OG ÖÐRUM "EIGENDUM" GAMLA LANDSBANKANS OG LÁTA ÞÁ BORGA SÍN EIGIN MISTÖK - EF ÞAÐ VORU ÞÁ MISTÖK - Í STAÐ ÞESS AÐ HENDA ÞEIM Í OKKUR.?? PERSÓNULEGA HEF ÉG EKKI EFNI Á ÞESSU - Á NÓG MEÐ MÍNAR SKULDIR.
Ólafur I Hrólfsson
![]() |
Vongóð um að fá tjónið bætt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)