Eiga aðrir ekki að axla neina ábyrgð??

Hér er einn af stóru þáttunum

Íslenska fjármálaeftirlitið hefur legið undir ámæli ásamt Seðlabankanu.

Bera til svarandi stofnanir í Bretlandi - Hollandi - Þýskalandi - Noregi - Svíþjóð - Lúxemburg og Danmörku enga ábyrgð? Eiga þeir ekki að fylgjast með fjármálastarfssemi hver í sínu landi? Hversvegna tóku þeir ekki í taumana fyrst þeir VISSU að bankarnir voru komnir út fyrir öll velsæmismörk í stærðum?

Átti Fjármálaeftirlitið okkar og Seðlabanki Íslands ein og sér að hafa eftirlit í öllum þessum löndum. Sumir vilja gabga á milli bols og höfuðs á Davíð Oddssyni - hvað með seðlabankastjóra þessara landa og aðra eftirlitsaðila þar? Er þá ekki rétt að hafa þá í pakkanum líka? Og ef þeir allir hafa brugðist - hversvegna eigum við þá ein þjóða að axla ábyrgðina og sitja undir afarkostum þessara þjóða sem skáka í skjóli Alþjóða gjaldeyrissjóðsins - sem neitaði okkur um sambærilega aðstoð og aðrar þjóðir sem næst okkur eru voru að fá.  - Það er líka mál sem ég er ósáttur við að sé ekki skoðað.

Ólafur I Hrólfsson


mbl.is Hollendingar rannsaka vöxt Icesave-reikninganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki nóg sagt - fjarri því.

Þessi málarekstur er flottur - ekki spurning -

Það þaef hinsvegar að gera grein fyrir t.d. eftirfarandi - er þetta málarekstur sem snýr að útrásarliðinu?

Hvernig er aðkoma ríkisins fyrir utan það að "standa þétt við bakið " á þessum málarekstri?

Er tryggt að það sem kemur út úr þessum málaferlum af peningum renni beint til ríkisins?

Hver er aðkoma Björgólfsfeðga að þessum málum - hver er aðkoma Sigurðar og Hreiðars Más ef einhver?

Hversvegna á ríkið ekki að fara í mál við breska ríkið vegna þess óheyrilega tjóns sem ákvörðun Gordons Brown hefur haft í för með sér fyrir landsmenn?

Þegar talað er um varnir landsins hugsar maður gjarnan til fleiri þátta en hernaðarárásar með byssum og slíku. Bretar hafa reyndar ítrekað ráðist á okkur með vopnavaldi í landhelgisdeilum.

Gjarnan hefur Verkamannaflokkurinn þá verið við völd ef ég man rétt - a.m.k. í því síðasta.

Þar sem önnur ríki Evrópu hafa EKKI komið okkur til varnar í þorskastríðum og 2 ríki auk Breta tekið þátt í aðförinni núna er vandséð hvaða samleið við eigum með þessum ríkjum. Lánafyrirgreiðsla þeirra er ekkert annað en önnur birtingarmynd á 100% lánunum sem útrásarliðið veitti til þess að mergsjúga þá sem bitu á agnið og hirða af þeim aleiguna. Í Bretlandi "á" Jón Ásgeir mörg hundruð verslanir - hversvegna er ekki unnt að ganga að þeim verðmætum og láta andvirðið ganga upp í Glitnisskuldir.

Sama gildir um aðrar "eignir" forsvarsmanna og "eigenda gamla Kaupþings - þeir virðast einhvernvegin vera tikkfrí í umræðunni. Bjarni Ármannsson skilaði inn 370 milljónum - við skulum ekkert vanþakka það - vissulega hefði það mátt vera meira - EN hvar eru tilsvarandi upphæðir frá Sigurði Einarssyni og Hreiðari Má sem eru búnir að setja milljóna hundruð í öruggt skjól að því er virðist.

Þð er komið nóg og þær spurningar sem eru hér fram settar eru bara smá hluti þeirra spurninga sem verður krafist svara við á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins.

Svo er tillaga/hugmynd Sigurðar Kára Kristjánssonar - tökum einhliða upp Evru - nú eða annan gjaldmiðil ef hún þykir ekki nógu traust - hverjir eru kostirnir í því ferli?

Ólafur I Hrólfsson - landsfundarfulltrúi


Bloggfærslur 6. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband