LÆKNAMISTÖK - LÆKNAHROKI-LYFJAEFTIRLIT
1.2.2009 | 09:29
Það er ömurlegt að lesa um skort á samráðir lækna - seinkun á réttri greiningu - seinkun sem kann að rústa lífi fólks. Atli Thoroddsen á samúð mína og sendi ég honum að sjálfsögðu mínar heitustu bænir um að framhaldið verði honum sem léttbærast. Krabbamein er andstyggilegur sjúkdómur enda þótt vanhugsuð ummæli ofstækisfólks að undanförnu gætu gefið annað til kynna.
En það er líka ótrúlegt að á árinu 2009 skuli það geta gerst að hroki hérlendra lækna skuli geta haldið litlum börnum í martröð vegna þess að læknarnir geta ekki kyngt því að til séu læknar þeim fremri erlendis. Sömu læknar standa jafnvel í vegi fyrir því að börnin geti fengið aðstoð þeirra erlendu sérfræðinga sem lengst eru komnir í heiminum á einstaka sviði og eru reiðubúnir til aðstoðar. Það er líka ótrúlegt að sömu íslensku læknarnir geti verið í aðstöðu til þess að hindra læknismeðferð barnanna þegar fjárhagsstaða foreldra er komin í þrot eftir 15 milljóna eigin útgjöld vegna barnanna. Það er líka ótrúlegt að þessir sömu íslensku læknar hafni röngtgenmyndatökum sem sýna meinin skýrt og ótvírætt. Og enn ótrúlegra er það að íslenskur læknir á geðsviði láti sér þau orð um munn fara að það sé ekkert að börnunum ( líkamlegir gallar eru þar að auki sjáanlegir t.d. vantar eitt eyra sem ættii að vera sjáanlegt öllu venjulegu fólki ) og móðirin eigi bara að leita til geðlæknis. Þessi læknir á geðsviðinu er nú reyndar skólasystir þess læknis sem þolir það ekki að erlendir sérfræðingar séu honum fremri og stendur í vegi fyrir því að börnin fá eðlilega fyrirgreiðslu.
Og hvernig getur þessi læknir og félagi hans komið í veg fyrir og eða hindrað framganginn? Jú - einfalt - sá sem er prímus mótor í því að telja sig öðrum fremri er sá eini hér á landi sem hefur einhverja þekkingu á því sviði sem um ræðir og hann ræður því alfarið hvort Sigligasjóður Tryggingastofnunar greiðir ferðir barnanna og móður þeirra - nú þegar greiðslugeta foreldranna leyfir ekki meira. 15.000.000.- króna útgjöld foreldra barnann í ríki sem státar af einu besta heilbrigðiskerfi veraldar ( er okkur sagt ) og núna loksins - eftir margra ára baráttu virðist sem svo að hægt verði að flytja inn það lyf sem börnin þurfa og fækka því ferðunum erlendis sem eru martröð fyrir þessi börn. Lyfjaeftirlið hefur nefnilega ekki samþykkt lyfið þótt eftirlitið í USA - sem er eitt strangasta eftirlit veraldar hafi gert það fyrir löngu.
Það íslenska er nefnilega á sömu nótum og "læknirinn" sem telur sig hæfari en aðra.
Það er ekkert nýtt að Lyfjaeftirlitið setji sig á háan hest sem það hefur engin efni á. Svona til þess að byrja með á að leggja þessa óþörfu stofnun niður og nýta niurstöður sænska og bandaríska lyfjaeftirlitsins. Það gæfist mun betur og hæfara fólk er þar við störf. Það gæti líka sparað mörgum miklar þjáningar.
Ólafur I Hrólfsson
![]() |
Martröð varð að veruleika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)