Haltu þér saman

Það er undarlegt hvað fólk er gjarnt á að misskilja þennan fáráð. Hann er búinn að vaða um allt - leiðandi útrásarvíkingana sem hann var svo stoltur yfir og onaði að eigin sögn dyr fyrir þeim erlendis sem annars voru þeim lokaðar. Svo koma einhverjir þýskir menn og taka mark á orðum hans - það er hneyksli - þessi einstaklingur á ekkert að þurfa að standa við gasprið -

Útlendinga halda að þetta sýndarmensku bruðlembætti sé valdaembætti og eru sífellt að taka mark á þessum einum mesta málsóða þingsögunnar.

Er ekki kominn tími til þess að Alþingi gangi endanlega frá svo ströngum reglum um þetta embætti ( eða það sem væri enn betra - leggi það niður ) að sjálfumglaður orðhákur á borð við þau mistök sem gegna því núna geti ekki valdið tjóni á borð við það sem órg hefu gert. Og hvernig er með dósaberjarana - á ekkert að hafa hátt við vinnustað leiðtoga útrásarinnar?

Eða er hann með rétta flokksskírteinið?

Ólafur I Hrólfsson


mbl.is Forsetaviðtal olli skjálfta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt

Ekki erum við Gunnar samflokksmenn - EN

það er sorglegt ef endurnýjunar krafan - endurnýjunarinnar vegna - verður til þess að menn á borð við Gunnar komast að svona niðurstöðu - ég tel að Gunnar sé einn mætasti og vinnusamasti þingmaðurinn sem flokkur hans á.

Gæti verið að vinnubrögð flokksforystunnar séu honum ekki að skapi? Hann er jú heiðarlegur maður og vandaður.

Vonandi er þetta vísbending um að Jón Baldvin sé að hugsa sér til hreyfings. Endurreisa Alþýðuflokkinn, Það væri flott.

Hvað sem því líður þá er leitt að horfa á eftir mönnum eins og Gunnari úr stjórnmálum.

ISG hefur haldið niðri mörgum sem ekki eru henni að skapi - kanski er Gunnar einn þeirra - hann er jú heiðarlegur maður sem rekur ekki hníf í bakið á samstarfsfólki sínu.

Ólafur I Hrólfsson.


mbl.is Gunnar sækist ekki eftir endurkjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband