Röfl og kjaftæði
23.1.2010 | 07:55
Hvað á þetta að þýða??
Enn einu sinni koma öryrkjar fram á sjónarsviðið kvartandi og kveinandi.
Er þessu liði ekki ljóst að við (er sjálfur 75% öryrki) ásamt öldruðum og einstæðum mæðrum erum breiðu bökin í þessu þjóðfélagi. Sjúklingar bera svo restina t.d. í formi hækkaðs lyfjaverðs þar sem niðurgreiðslum hefur verið hætt.
Ætlast þetta lið sem kallar sig aðgerðarhóp Háttvirtra öryrkja til þess að "auðmenn" beri byrðarnar? Nú eða að ríkisstjórnin sem ætlaði að reisa skjaldborg um heimilin en reisti í staðinn skuldafangelsi - komi með raunhæfar lausnir? Þau vilja ekki raunhæfar lausnir. Detta stundum um þær hjá öðrum en standa jafnskjótt upp aftur og forða sér.
Léttum undir með Jóni Ásgeiri og Björgólfunum - KB greifunum og Existabræðrunum og öllum hinum.
þetta er ekki nema 20-30 manna hópur sem setti okkur á hausinn og á um sárt að binda - við erum þó nokkur þúsund og munar ekkert um að bæta þessu á okkur.
Það þarf mjög yfirgripsmikla vanþekkingu til þess að halda að aðgerðir stjórnvalda komi almenningi til góða.
![]() |
Öryrkjar mótmæla nýrri aðför |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)