Borgarstjórn fáránleikans
19.10.2010 | 20:27
Að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins voru fyrirhugaðar uppsagnir starfsfólks OR ræddar á borgarstjórnarfundi í dag. Lögð var fram tillaga þess efnis að stjórn OR leitaði allra leiða til hagræðinga, í samræmi við tillögur starfsmanna, svo koma vegi í veg fyrir fjöldauppsagnir hjá fyrirtækinu. Þessari tillögu var vísað frá af meirihlutanum sem áréttaði að málið skyldi einungis í höndum stjórnar OR. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma þessa niðurstöðu og það að borgarstjórn skuli ekki taka afstöðu í svo stóru hagsmunamáli.
Knoll og Tott eru gjörsamlega úr tengslum við raunveruleikann - Þrátt fyrir að vera með meirihluta eftir kosningarnar þá er minnihlutinn fulltrúi borgarbúa - það að taka ekki afstöðu gengur kanski í Múmíndalnum en ekki í Reykjavík.
Það eru vonbrigði að Dagur skuli hafa selt sig fyrir horn á borgarstjórastólnum og látið þetta ganga yfir starfsmenn OR og borgarbúa
Þetta er ekkert annað en kjaftshögg. -
![]() |
Hörð umræða um uppsagnir hjá OR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)