Ljósmæður - sendum yfirlýsingu þeirra á þingmenn
7.10.2010 | 11:19
Ég hvet bloggara til þess að senda yfirlýsingu ljósmæðra á alla þingmenn -
Stjórn Ljósmæðrafélags Íslands lýsir þungum áhyggjum af þeim óraunhæfa niðurskurði sem boðaður er í heilbrigðisþjónustunni á næsta ári. Þegar hefur sparnaður heilbrigðisstofnana leitt til skerðingar á þjónustu við barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra og óttast ljósmæður að öryggi og lagalegum réttindum skjólstæðinga sé ógnað. Ljóst er að þessar niðurskurðarkröfur muni hafa gífurleg áhrif á flestar fæðingadeildir landsins, nái þær fram að ganga.
![]() |
Ljósmæður hafa þungar áhyggjur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
VINSÆLLA ??- KJAFTÆÐI-
7.10.2010 | 01:45
Þetta efni var ekki vinsælla - fólk er skelfingu lostið - margir vonuðist eftir stefnubreytingu eða afsögn skapanornarinnar í stjórnarráðinu.
Vonbrigði - hún telur að mótmælin á Austurvelli og útum land séu fagnaðarlæti - hún og Steingrímur eru ein um þá skoðun.
![]() |
Stefnuræða forsætisráðherra aldrei vinsælla sjónvarpsefni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)