Jóhanna til móts við heimilin

Hér enn ein birtingarmynd þeirra 50 úrræða sem Jóhanna og co segjast  hafa gripið til -

Með þessu móti losnar fólk við áhyggjurnar af því að eiga eitthvað- - eignaskattar lækka - fasteignagjöld falla niður - o.fl.

Þetta ásamt öllum skattahækkunum - verðhækkunum og öðrum álögum léttir líka þeim áhyggjum af fólki að það kaup of mikið af mat - fatnaði og öðrum slíkum óhófs neysluvörum.

Niðurfelling niðurgreiðslna lyfja hefur líka í för með sér minni lyfjanotkun sem gæti hæglega orðið til þess að stytta líf fólks með þeim jákvæðu afleiðingum að ekki þarf að greiða viðkomandi eftirlaun eða örorku í eins langan tíma.

Allt stuðlar þetta að bættum hag ríkissjóðs - og það er jú stefnan ekki satt?

Svo hjálpar það verulega upp á sakirnar að koma í veg fyrir atvinnuuppbyggingu - með því móti fer fólk á atvinnuleysisbætur sem um skamman tíma íþyngir ríkissjóði en það er alltaf von til þess að fólk sem alltaf hefur unnið fyrir sér brotni niður og grípi til örþrifaráða - og þá þarf ekki að greiða því neitt heldur.Og eins og áður sagði - þá þarf heldur ekki að greiða því fólki eftirlaun eða önnur laun.

Stanslaus gróði fyrir ríkissjóð

Skjaldborgin stendur - 


mbl.is Fimmfalt fleiri undir hamarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingið sitji áfram

Það er óforsvaranlegt að keyra á annað hundrað mál í gegn á þessum tíma - umræða og vinnan öll verður ómarkvissari og óvandaðri fyrir vikið.

Þingmenn eru á launum allt árið - eins og nú stendur á ætti að lengja þingið um 2-4 vikur og vinna málin af yfirvegun - það er fullt af stórum frumvörpum sem bíða afgreiðslu - og önnur minni á líka að klára með lengingu þingtímans.


mbl.is Hátt í 20 enn á mælendaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara hjá Má

Víst er svigrúm til hækkana hjá Má - Trotskyistanum í Seðlabankanum - eða var hann Marx Leninisti  -

Í öllu falli kröfðust hann - Ragnar skjálfti og Birna Þórðar þess að öreigar tækju völdin á sínum tíma - Már hefur svo sannarlega gert það - reyndar er spurning um öreigahugmyndina í dag.


mbl.is Ekki svigrúm til launahækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HÁRRÉTT HJÁ JÓHÖNNU

Ítrekaðar hækkanir á áfengi - tóbaki og bensíni hafa hækkað skuldir heimilanna um allt að 8 milljarða auk þeirrar útgjaldaaukningar sem hækkanirnar hafa haft í för með sér.

Auknar verðhækkanir og álögur af öllum mögulegum og ómögulegum gerðum hafa rýrt kaupgetu almennings.

Með því að standa í vegi fyrir allri uppbyggingu hefur stjórninni tekist að keyra atvinnuleysi upp í áður óþekktar hæðir með óútreiknanlegum hörmungum fyrir heimilin í landinu. Þær hörmungar munu fylgja þeim sem í þeim hafa lent og eiga eftir að lenda langt fram yfir líftíma þessarar stjórnar.

Jóhanna segir að aðgerðirnar séu 50 - má vera - ef allt er talið - virðisaukaskattshækkanir - lækkandi niðurgreiðsla lyfja - niðurfelling á niðurgreiðslu lyfja - skertar greiðslur til ellilífeyrisþega og öryrkja held ég að fjöldinn sé mun meiri.

Er ekki mál að linni???


mbl.is Hafa komið til móts við skuldavandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. júní 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband