Hrokafullir spánverjar
22.7.2010 | 10:43
Fyrir nokkrum dögum varð ég að leita aðstoðar á Bráðamóttökunni í Fossvogi. Klukkan var um 17. Verið var að sinna mörgum einstaklingum - þar á meðal spænskri konu. Þegar komið var fram yfir miðnætti var konan útskrifuð og ég þar strax á eftir.
Þegar ég kom fram var einn hjúkrunarfræðingurinn í símanum - að leita eftir aðstoð -
Og hversvegna -? jú sá spænski sagðist ekki eiga að greiða eitt eða neitt -
Þarna var konan búin að fá liðsinni frá því fyrir kl 17 og fram hálf eitt um nóttina - og í framhaldinu varð hjúkrunarfræðingurinn að eyða sínum dýrmæta tíma í svona þras- á meðan beið fólk eftir aðhlynningu.
Ég vil taka það fram að allt starfsfólkið var til fyrirmyndar - röggsamt - ákveðið en vingjarnlegt. Öruggt í öllum sínum störfum.
Þannig viljum við hafa það en þetta ágæta fólk á EKKI að þurfa að standa í þrasi - og skömm sé þessu pari sem þarna niðurlægði sig sjálft.
Eftir að ég hafði greitt mitt fór ég en hjúkrunarfræðingurinn var enn í símanum að leita liðsinnis.
Þakkir mínar til bráðamóttökunnar.
![]() |
Hringdi til Spánar eftir hjálp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Annar lofar hinn hótar
22.7.2010 | 04:59
Björgólfur Thor virðist vera að komast i gang með að gera hreint fyrir sínum dyrum. Samkvæmt yfirlýsingunni ætti að vera um gífurlegar fjárhæðir að ræða.
Ekki ver ég gjörðir hans fram að þessu en hlýt að fagna þessu framtaki -
Hinn "risinn" í hruninu Jón Ásgeir fer hinsvegar aðrar leiðir - hann stingur undan - sýnir þjóðinni hroka og lítilsvirðingu og hótar hinu og þessu ef ekki verði farið að vilja hans -
Seint eða aldrei verður skaðinn af gjörðum þeirra bættur en vissulega er þetta í áttina.
Þarna eru ólíkar aðferðir notaðar og er ólíkt meiri mannsbragur að aðferð Björgólfs.
![]() |
Allur arður Björgólfs til kröfuhafa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)