4 banaslys.

Þegar ég ók framhjá skiltinu fyrir ofan Kaffistofuna stóð tala 4 á því - 4 látnir á árinu.

Þetta er frábært hugsaði ég en hugsaði líka til þeirra fjögurra.

Núna er okkur sagt frá ljótu slysi - 5 manns í bílnum - vonandi hækkar talan á skiltinu ekki - EN GOTT FÓK er ekki kominn tími á þaðað allir sameinist í því að halda þessari tölu niðri - helst í núlli.

Ég veit ekki hvað gerðist í Kópavoginum en mynd og lýsingar benda til hraðaksturs.

Bani er ekki endilega það versta í svona slysum - varanleg örkuml sem binda jafnvel ungt fólk við rúm eða hjólastól um áratuga skeið eru hroðaleg.

Hægjum á okkur - flýtum okkur á löglegum hraða - ofsahraði drepur.


mbl.is 5 slösuðust í alvarlegu bílslysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. september 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband