Ofmat - hroki - enn einu sinni
12.3.2010 | 06:04
Hvað er þessi hópur með sín 900.000 á mánuði oft búinn að setja fram óraunhæfar kröfur? Loftur segir að þau hafi oft áður staðið í "erfiðum" samningum. Stafa erfiðir samningar þeirra kanski af óraunhæfum kröfum?
Þetta langa nám þeirra --- hvernig er kostnaði við það skipt á milli nemandans og hins opinbera?
Hvað kostar námið þeirra??
Flugumferðarstjórar aflýsa verkfalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Námið er dýrt í dag. 600 þús fyrir nám sem mun færri klára en byrja á. Grunnnámið kostar þetta s.s. og svo er farið í starfsþjálfun í ár LAUNALAUST! Sem hlýtur að vera lögbrot, en það er annað mál. Hér áður fyrr var þetta mun ódýrara og menn fengu þetta nánast gefins ef þeir uppfylltu þau ströngu skilyrði sem enn eru í dag.
Kostnaðarskiptingin er því nemandi 100% hið opinbera 0%
Launin eru ekki 900 þús en þau eru góð. Laun erlendis eru mun hærri og sár vöntun er á flugumferðarstjórum í Evrópu og hafa margir horfið á braut og margir aðrir hugsa sér til hreyfings með tilheyrandi minnkun á flugöryggi.
Ingvar (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 09:48
Hroki er að ákveða hverjir mega fara í verkfall og hverjir ekki, eingöngu út frá hvaða heildarlaunum viðkomandi ná. Lögvernduð réttindi til boðunar verkfalla samkvæmt stjórnarskrá eiga ekki að vera geðþóttaákvarðanir ráðherra út frá því hvað honum finnst eða hefur á tilfinningunni.
Það má semsagt boða verkfall en ekki fara í verkfall ?
Hálaunafólk innan stjórnmálastéttarinnar verður að passa að hlaupa ekki á eftir stundarvinsældum heldur horfa á hlutina í samhengi og virða stjórnarskrá þessa lands þó það geti verið snúið að leysa málin án þess að ráðherrahrokinn stjórni ferðinni.
Og hvar ætlar fólk að draga mörkin ef það gildir að: HANN ER MEÐ HÆRRA KAUP EN ÉG, ÞÁ MÁ HANN EKKI FARA Í VERKFALL !
SPYR SÁ SEM EKKI VEIT.
drilli, 12.3.2010 kl. 11:00
Á sama tíma og fólk með lágmarkslaun er látið herða sultarólina - taka á sig skuldir óreiðumanna - búa við hækkandi verðlag á öllum sviðum t.d. lyf sem kostuðu 900 kosta núna 15.000 - þá kemur fólk sem er með 900.000 ( sú tala var gefin upp í fjölmiðlum ) og heimtar hærri laun.
Það er EKKI í samræmi við þjóðfélagið í dag - Fjarri því
Ólafur Ingi Hrólfsson, 12.3.2010 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.