Áfram Svandís - eða út Svandís?
12.3.2010 | 06:14
Þessir aðilar sem standa (stóðu ) í þessum stóru framkvæmdum verða að gera sér grein fyrir því að Svandís vill ekki svona vesen - hér á ( eins og formaðurinn hennar sagði ) að rækta blóm fyrir konudaginn. Þau seljast virkilega vel. Og svo eru þau falleg -
Nú standa þau í Voða Gaman (VG) frammi fyrir púsluspili - Ögmundur vill inn - Álfheiður vill ekki út - annig að þá þarf að færa Álfheiði í Umhverfisráðuneytið svo Ögmundur komist aftur í Heilbrigðisráðuneytið - en þá verður Svavar -stórsamningamaður Íslandssögunnar fúll og á þarf að friða hann og dótturina. Þá er hægt að stofna Mannvirkjanabannsráðuneyti fyrir Svandísi með niðurrifsdeild - afturfaradeild - og svo að sjálfsögðu konudagsblómadeild í Umhverfisráðuneytinu.
Engin atvinnugrein með meiri samdrátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góður
Hreinn Sigurðsson, 12.3.2010 kl. 08:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.