Trygg lögfræðiaðstoð ?- ekki hérlendis -
18.3.2010 | 12:51
Gott að konan skuli njóta lagalegs réttar -
Hér heima er það ekki tryggt - móðir 2 systra sem eru með Goldehar sjúkdóm er búin að standa í stappi við að fá lögfræðiaðstoð enda virðist kerfið ekki vera að standa sig.
Hún og maður hennar skulda orðið um 30 milljónir vegna veikinda dætra sinna - loksins eftir ótrúleg svör úr kerfinu fannst lögmaður sem hefur bolmagn til þess að taka þetta að sér eftir nokkrar vikur - hefur bolmagn og þá réttlætiskennd til að bera til þess að fara í þetta stóra mál - til þess þarf dug kjark og þor - og því miður eru alltof margir lögmenn án þeirra mannkosta þegar kemur að kerfinu - tala hinsvegar digurbarkalega þegar við einstaklinga er að eiga.
Stöð 2 hefur verið að fjalla um þetta mál og þar kemur fram að yfirlýsingar og svör örfárra lækna hér stangast á við það sem færustu sérfræðinga við barnaspítalann í Boston segja - allt sem þeir hafa sagt hefur staðist -
Aðal innlegg læknanna hér að undanförnu er að kæra foreldrana til Barnaverndarnefndar fyrir að leita lækninga fyrir dætur sínar erlendis - en þangað var upphaflega farið að ráðum og ákvörðunum læknis hér heima.
Vonandi verður meiri umfjöllun í fréttum Stöðvar 2 í kvöld -
Íslensk kona handtekin í Perú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
sammála þér Ólafur - fólk sem þessi kona er ekkert annað en vitlaust - og mig listir ekki til að borga fyrir hana löfræðikostnaðinn
Jón Snæbjörnsson, 18.3.2010 kl. 13:37
Sértu glæpamaður færð þú alla þá hjálp sem þú þarft endurgjaldslaust, en ef ekki, þá upp með pyngjuna.
Hverskonar þjóðfélag er þetta orðið?
Hamarinn, 18.3.2010 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.