Atvinnuleysi?????????

Hvað ætli margir húkrunarfræðingar og sjúkraliðar séu á atvinnuleysisbótum -

Þessar grundvallarstéttir í í heilsugæslunni eru undirmannaðar - og eins og fram kemur í fréttinni um sjúkraliða - er álagið orðið óbærilegt.

Við sem höfum notið þjónustu hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða vitum vel hversu mikilvægur þáttur þeirra er -  Ef einhverjir úr þessum stéttum eru á atvinnuleysisskrá væri nær að láta atvinnuleysisbæturnar renna til t.d. Landspítalans þannig að hann geti ráðið þetta lífsnauðsynlega starfsfólk í vinnu.

Ég fullyrði líka að þetta mikla álag kosti þjóðfélagið gífurlega fjármuni í formi veikinda - innköllunar á afleysingafólki - og hreinlega í því formi að fólk gefst upp og fari inn í bótakerfið -

 

Ég treysti Álfheiði til þess að berja aukafé út úr Heljarkambinum í fjármálaráðuneytinu. 


mbl.is Gagnrýna óþolandi vinnuálag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær hugmynd ! Það er FULLLT af fólki á atvinnuleysiskrá sem gæti fengið hlutavinnu á Landspítalanum, ef hann fengi atvinnuleysisbæturnar !

Eins mætti t.d. láta verslanir hafa atvinnuleysisbætur,(stórmarkaði) þannig að þær gætu ráðið atvinnulausa til sín, það vantar jú alltaf kassafólk !

Stjórnin er í þessu máli einsog svo mörgum öðrum, að spara aurinn en henda krónuni.

Þetta er vinstri stjórn, og því miður skilur hún ekki hvernig þetta virkar.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 06:59

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þetta er rétt hjá þér -

fólk sem trúir ekki lokaorðum þínum ætti að lesa bókina Alþýðubandalagið - átakasaga - hún er hroðaleg áminning um það að sú stjórn sem nú húkir á valdastólum er ekkert öðruvísi en annað sem frá Alþýðubandalaginu kom - og jú það eru 8 ráðherrar í dag uppalningar AB

Ólafur Ingi Hrólfsson, 24.3.2010 kl. 10:46

3 Smámynd: Hamarinn

Já. Hvaðan kemur heilbrigðisráðherrann sem þú treystir á. Er eitthvað samhengi í bullinu hjá þér.

Ætlist þið frjálshyggjumennirnir nú til þess að ríkissjóður fari að greiða hluta af launum fyrir einkafyrirtækin? Hvílík vitleysa.

Þetta er nú óttalega kjánaleg tillaga hjá ykkur, atvinnuleysisbætur duga nú ekki einu sinni upp í helming af launum hjúkrunarfræðinga. Hvaðan á mismunurinn að koma?

Hamarinn, 24.3.2010 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband