Og enn freyðir úr munni holdgervings vanþekkingarinnar

Það er ótrúlegt að lesa froðusnakkið sem vellur úr munni borgarfulltrúans DBE.

Maður sem hikar ekki við að bera á borð ósannindi á borð við afrek Sf í rey málinu - það var EKKI DBE eða hans fólk sem stöðvaði það mál - það veit borgarfulltrúinn - þessi sami borgarfulltrúi sem lagði blessun sína yfir sóðaskap Ólafs Fr í garð borgarstjóra - en það var Ólafur ekki aðeins að svívirða borgarstjóra heldur embættið og borgarstjórn en DBE sá ekki ástæðu til annars en að láta sér vel líka.

Rekstur borgarinnar og vinnubrögð undir stjórn Hönnu Birnu eru henni og meirihlutanum til sóma.

Þau vinnubrögð hafa skilað sér í markvissri stjórnun fjármála borgarinnar sem og á öðrum sviðum.

Svo kemur þessi hundrað daga froðusnakkur sem er fulltrúi ríkisstjórnarinnar og reynir að rakka Hönnu Birnu og meirihlutann niður.

Við þekkjum málflutning stjórnarflokkanna - við viljum ekki slíkt inn í borgarstjórn.

Dagur er varaformaður Samfylkingarinnar þannig öll sú niðurrifsstarfssemi sem ríkið hefur staðið í er með hans samþykki - allt falsið - blekkingarnar - hótanirnar - kúgunin - allt með samþykki DAGS B EKKERTSSONAR.


mbl.is „Mörg hundruð störf í húfi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sammála

Jón Snæbjörnsson, 27.3.2010 kl. 21:29

2 Smámynd: Hamarinn

Bingi stoppaði sjallana af.

En hér eru mjög málefnaleg skrif samkvæmt vana.

Hamarinn, 28.3.2010 kl. 00:30

3 Smámynd: Hamarinn

Maður líttu þér nær.

Hamarinn, 28.3.2010 kl. 00:37

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Leiðrétting - hér fyrir ofan skrifaði ég EKKERTSSONAR - í stað EGGERTSSONAR -biðst afsökunar á því -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.3.2010 kl. 08:04

5 Smámynd: Hamarinn

Var það ekki viljandi gert, það eru tveir lyklar á milli g og k á lyklaborðinu.

Hamarinn, 28.3.2010 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband