Vesen
29.3.2010 | 23:26
Enn ein sönnunin fyrir tilgangsleysi þess að greiða "vísindamönnum" laun fyrir spádóma. Látum þá bara fylgjast með því sem hefur gerst eða er að gerast - hættum að birta þessar heimsendaspár þeirra.
Vonandi ráða þeir við að skoða fortíð og nútíð án þess að segja okkur að heimurinn hafi farist í síðustu viku eða í morgun.
Golfstraumurinn ekki að hægja á sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hamarinn, 30.3.2010 kl. 11:24
Nú spyr ég að einu.. af hverju setur þú vísindamenn í gæsalappir?
Alda (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 15:19
Hamarinn, 30.3.2010 kl. 15:28
Vegna þess Alda að mér þykja það léleg "vísindi" að vera með ágiskanir sem bæði þú og ég getum sett fram.
Nostradamus var vel lesinn - setti fram ógynni af allskonar "spádómum" sem hann byggði á því sem hann hafði lesið.
Einstaka "rættist" en flest allt var bara út í loftið.
Við horfðum upp á það um daginn að "vísindamenn" okkar sem vita jú meira en annað fólk vissi samt ekki af gosinu fyrr en eftir að það hófst og einhver sagði þeim frá því. Þegar (að mig minnir) Hekla gaus "sögðu þeir fyrir" um að hún myndi gjósa innan ákveðins tíma. Það stóðst.
Núna ætla ég að spá því að Katla muni gjósa innan 3 ára.
Væntanlega fæ ég laun þennan tíma - spá mína byggi ég á því að það hefur hún gert þegar gosið hefur í Eyafjallajökli.
Nú ef þetta er rangt hjá mér spái ég bara einhverju öðru og held væntanlega áfram að vera á launum. Jú - svo þarf ég jeppa og leyfi til þess að taka flugvélar á leigu.
Hálærðir verkfræðingar byggðu hafnargarð í Grímsey fyrir margt löngu - heimamenn vöruðu við verklaginu - ekki var hlustað bara byggt - garðurinn fór í næsta veðri.
Loks þegar hlustað var á heimamenn var byggður garður sem hélt og er hann enn í góðum gír.
Aðrir verkfræðingar byggðu brú í Fnjóskadal - ekki var hlustað á aðvaranir heimamanna og brúin fór í næsta hlaupi - sú næsta mun hafa farið sömu leið.
Þá var hlustað á heimamenn og sú brú sem þá var byggð stendur enn.
"Vísindi" ---- reynsla og staðgóð þekking er það sem þarf ekki síður en prófgráður og tól og tæki.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 30.3.2010 kl. 15:46
Hamarinn, 30.3.2010 kl. 15:50
Jú, satt segirðu. Það þarf að hlusta á þá sem hafa reynslu af viðkomandi málefni og svo framvegis. En leiðinlegt þykir mér að gera lítið úr menntun vísindamannanna með þessum hætti þar sem að þeir hafa unnið mikið fyrir henni.
Ég sem nemi í Háskóla fór að hugsa um framtíðina mína, ef ég færi út í rannsóknir það er að segja, þá þætti mér leiðinlegt að lesa á einhverju mbl-bloggi að ég væri eitthvað sem ætti bara heima á milli gæsalappa.
Alda (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 16:46
Menntun er frábær - en þeir sem hennar njóta eiga ekki að hafna reynslu þeirra sem þekkja landsvæði - ár - sjávargang - veðurfar og annað slíkt hver á "sínu" svæði.
Bóndi sem ég var í sveit hjá virtist þefa af loftinu - sagði svo hvernig veðrið yrði þann daginn og það stóðst ofat en hjá Veðurstofunni - sem jú spáuir fyrir stór svæði. Gamli bóndinn þekkti "sitt svæði".
Ég er svo sannarlega ekki að kasta rýrð á menntun - en látum þessa þætti spila saman - þá gengur betur.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 30.3.2010 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.