Ofnæmi skota

Þegar helför útrásarliðsins stóð sem hæst hrósuðu skotar - hældu - lofuðu -

Þegar endir var bundinn á helförina breyttist tónninn - framferði fámenns hóps kaupsýslu og bankamanna er orðið að þjóðarböli Íslendinga og þá snúa skotar bakinu við þjóðinni og láta hana gjalda Jóns Ásgeirs - Björgólfsfeðga - o.fl.

Í sögunni má lesa um hetjudáðir skota - þá voru þeir staðfastir bandamenn vina sinna - þjóð sem hægt var að stóla á og líta upp til.

Svo fóru Gordon Brown og Darling og yfirtóku stjórnina í London - gerðu ásýnd sinnar þjóðar að ásýnd kúgunar og ofbeldis og nú kemur skoska stjórnin og tekur undir - enda eru Brown og Darling skotar.

Þvílík niðurlæging og hnignun hjá þessari áður stoltu þjóð.


mbl.is Skotar með ofnæmi fyrir Íslendingum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já Ólafur, og nú er það fámennur hópur sem sækir um aðild að ESB, fyrir okkur sem þangað viljum ekki og svo gerir þessi sami hópur okkur að kjánum með heimskulegum framgangi í svokölluðu Icesave máli. 

Enda er sama hvert þessi öfga hópur feralstaðar vekur hann furðu og ástundum leyndri kátínu en alstaðar tortryggni.  Þess vegna komumst við ekkert á meðan þessi öfga hópur ræður hér ríkjum.   

Hrólfur Þ Hraundal, 12.4.2010 kl. 11:36

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Eftir útrásarhelförina er þess ekk nokkur von að þjóðin þoli þessa helfararstjórn í framhaldinu -

Sporin hræða og hugur minn hvarflar að 120% verðbólgu - skömmtunarseðlum og 10 inngripum í kjarasamninga - þar sem þáverandi kommúnistastjórn tók einhliða þá ákvörðun að umsamdar launahækkanir kæmu ekki til framkvæmda.

Við sem eldri erum munum líka feril Ólafs Ragnars í ríkisstjórn - við munum líka lok vinstristjórnanna og viðskilnað þeirra - við munum orð Hermanns Jónassonar þegar hann baðst lausnar með allt á hælum sér.

En sennilega kemst engin ríkisstjórn neðar en sú sem nú situr.Núna er verið að skrifa svartasta kaflann í sögu þjóðarinnar.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 14.4.2010 kl. 02:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband