Helfararvíkingar og annað fólk
13.4.2010 | 06:20
Það neitar enginn þeirri staðreynd að hér voru gerð mistök - ég bendi hinsvegar á m.a. þá staðreynd að Davíð Oddsson hefur ( núna liggur það fyrir skjalfest ) reyndi ítrekað að fá stjórnmálamennina til þess að taka á málum - líka á fundum með Samfylkingunni - en var hundsaður - Það sem Geir - Ingibjörg og Árni Matt reyndu að gera var ónóg og eftir fundinn í Ráðherrabústaðnum var gripið til aðgerða samkvæmt ráðum erlendra sérfræðinga - en of lítið og of seint. Samt er búið að rakka og rægja avíð niður í svaðið af slíkri hörku að það hlýtur að vera einhverskonar met. Samfylkingin í ríkisstjórn Geirs hataðist svo út í manninn að það réði ákvörðunum ráðherra Sf hvernig afstaða var til mála hver aðskoma Davíðs var að þeim - Flokkur sem hótar stjórnarslitum á þeim tímum sem foru við hrunið er ekki ábyrgur flokkur.
ÞAÐ VAR ENGINN - HVORKI HÉR HEIMA NÉ ERLENDIS VIÐBÚINN SVONA STÓRUM SKELLI OG ENGINN VISSI HVERNIG ÁTTI AÐ BREGÐAST VIÐ.
Meðal annars þessvegna var stjórnarslitahótun Sf ótrúlegt landráðatal - landráðatal byggt á hatri á einum manni.
það er auðvelt að koma núna og segja - það hefði átt að - kanski hefði verið betra að - það leysir bara engann vanda að tala þannig - Fall Lehmannsbanka var vissuleg rótin og upphafið að stórfelldri hrunbylgju - hennar gætir enn víða um heiminn - það er bara staðreynd sem skiptir varla máli í uppbyggingunni hér.
Það breytir ekki þeirri staðreynd að hópur fjárglæframanna - ósannindamanna á morð við Björgólf Thor - blekktu bæði þing - þjóð og eftirlitsstofnanir og fóru fram í krafti Evrópureglugerðar sem er sniðin að Þjóðverjum en ekki 300.000 manna þjóð. Þessir helfararvíkingar eiga að fá sinn dóm - það er dómstólanna að klára það mál.
Hættum sakbendingum - og þótt Steingrímur hafi verið sá sem jós óhróðri á þingi einn flokksleiðtoga - þá eigum við að taka höndum saman um uppbyggingu.
Það var rétt hjá SJS að skýrslan fjallaði um dökkan kafla í sögu þjóðarinnar.
Sjálfur er hann og stjórnin að skrifa einhvern svartasta kaflann í sögu þjóðarinnar - því verður að linna
Ekkert að marka það sem þessi maður segir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.