Sjonni glæpur

Sjonni beið eftir því að útlendingar segðu við hann það sem hann vissi - að húsnæðislánin væru rugl -

samt hélt hann vísvitandi áfram að blekkja fólk til þátttöku - VITANDI ÞAÐ AÐ ÞETTA GAT EKKI STAÐIST - hvar er ábyrgð mannsins á ofurlaununum vegna mikillar ábyrgðar - hvar er sú ábyrgð núna?

Ég hélt að það væri lögbrot að stunda blekkingarstarfssemi - bannað að blekkja fólk til þátttöku í einhverju sem maður veit að er rangt - Eða gildir það bara um suma??

Það kostaði um eina milljón að ná ungum manni úr klóm KB banka á sínum tíma en hann hafði látið blekkjast - þessi milljón fór í "kostnað bankans - bréf lögmanns og aðra slíka kostnaðarlið m.a., uppboðskostnað". Fyrst var greidd um hálf milljón og öll mál áttu að vera úr sögunni en síðan kom á daginn að starfsmaður bankans ætlaði ekki að standa við þann munnlega samning sem hafði verið gerður. Þá hófst næsta rimma og þá var gerð krafa um tölvupóstsstaðfestingu frá bankanum um að önnur slík upphæð myndi klára málið.

Þessi tala náðist eftir öskrandi harða hríð að bankanum sem ítrekað reyndi að sölsa til sín á fjórðu milljón - og hafð ekki lagastoð fyrir þeirri kröfu.  En reyndi samt.


mbl.is Húsnæðislánin voru „tómt rugl"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ólafur.

Þessi orð sem höfð eru eftir Sigurjóni, segja svo margt um fagmennskuna sem að baki lág.  Og sjálfsréttlætingin, að fólk hafi hrifsað til sín "erlendu" lánin gegn andstöðu þeirra, hún ætti að komast í kennslubækur um siðblindu.

Það er ekki þannig að allir hafi ekki spilað með, en að koma ábyrgð á gjörðum sínum yfir á aðra, með þessum hætti, það er sorglegt, og lýsir algjöri firringu.

Þú lýsir björgunarleiðangri sem heppnaðist, þó ekki án fórna.  Margir eru í slíkum leiðöngrum en árangur óviss.  Eina sem er öruggt er margfaldur kostnaður.

Ég tel að skýrslan hafi gefið almenningi lokavopn sitt í baráttunni við Hrunskuldir verð og gengistryggingar, hún lýsir þvílíku glæpssamlegu athæfi, að um algjöran forsendubrest er að ræða.  Ég bíð eftir að einhver þungavigtarmaður veki athygli á þessu, tel að skýrslan eigi að nýtast sem vopn í varnarbaráttu þjóðarinnar.  Ekki um Landsdóm á föllnu fólki og allt argaþrasi sem því fylgir.  Tel mikilvægara að koma í veg fyrir að fólki þurfi að halda í svona björgunarleiðangra eins og þú lýstir.

Ég bíð eftir hentugri frétt til að vekja athygli á þessu, en annars trúi ég því ekki fyrr en á reynir að umræðan eigi ekki eftir að snúast um skuldaleiðréttingu, í ljósi afhjúpana Rannsóknarnefndarinnar.

Ef ekki, þá er eitthvað mjög mikið að þjóðarsálinni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.4.2010 kl. 11:41

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þakka þér Ómar -

Skuldaleiðréttingin verður að eiga sér stað og það núna.

Það er hægt að taka fólk af lífi á marga vegu - að gera það með svona hægfara ( og stundum ekki hægfara ) kæfingu er hrein og klár svívirða - þetta er ekki síður andleg aftaka sem mun hafa áhrif á fólk um alla framtíð.

Verðtryggingunni er haldið inni vegna og að kröfu lífeyrissjóðanna - sjóða sem landsmenn eiga -

tengingin við framfærsluvísitöluna er galin - allir tala um að það verði að afnema þessa tengingu en enginn gerir neitt í því.

Sjáum til hvaða marktækur stjórnmálamaður stígur fram og tekur fyrsta skrefið í þessum málum.

Bestu kveðjur til þín og þakkir fyrir þín góðu skrif.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.4.2010 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband