Ábyrgð forstjóra.

Margar sögur ganga um skamman tíma þessa fyrrverandi forstjóra FL Group og greiðslur til hennar.

Spurningin hlýtur að snúast um það ásamt öðru - hversvegna greindi forstjórinn ekki frá þessu frekar en að hóta ( ef það er rétt að hún hafi gert það )og ganga svo frá starfslokasamningi upp á fjárhæð sem venjulegt fólk lætur sig ekki dreyma um - ekki í raunveruleikanum-

Hver var ábyrgð forstjórans?

Og til þess að það sé á hreinu - ég er ekki að nefna þetta til þess að draga úr ábyrgð eigendanna - FJARRI því - en þessu þarf líka að svara.


mbl.is Staðfestir millifærslu frá FL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Maelstrom

Hún greindi frá þessu til réttra aðila, þ.e. stjórnar fyrirtækisins.  Stjórnin ákvað að fara ekki með málið lengra.

Það er stjórn sem ber ábyrgð á að fara með málið lengra.  Stjórnin ákvað í staðinn að segja af sér.

Ábyrgð eigenda er engin.  Þetta var almenningshlutafélag og þó þú hafir átt hlutabréf í félaginu ertu ekki ábyrgur fyrir gjörðum þess.  Þeir sem sátu í stjórn voru aftur á móti ábyrgir.

Maelstrom, 20.4.2010 kl. 17:15

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Einhvernveginn finnst manni að ef einhver í þessari stöðu hótar lögreglu ( sem ég hef enga sönnun fyrir að hún hafi gert ) þá er undarlegt að ganga bar í burtu með stórfé í vasanum - var ekki talað um yfir 100 milljónir?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 20.4.2010 kl. 20:27

3 Smámynd: Hamarinn

Og þú bullar um það sem þú veist ekkert um. Svoleiðis gera sannir sjallar.

Hamarinn, 20.4.2010 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband