Katla - New York - Ísland undir hraun eftir 10 mínútur.

Aðgát er góð - múgæsing er slæm

það má  ekki missa sig í múgsefjun og rugli -

Bandaríkjamenn eiga líka sín eldfjöll - þau geta líka gosið - ekkert síður en Katla -

En Bandaríkjamenn eiga líka annað - brjálaða bílaumferð - glæpatíðni og byssueign umfra aðra auk ótrúlegrar þarfar fyrir það að nota slík verkfæri í tíma og ótíma.

Það eru mun meiri líkur á því að bandaríkjamenn láti lífið af völdum áður talinna þátta en Kötlu - þótt þeir skryppu hingað - færu austur og tækju myndir.

Orð forseta eru blásin upp eins og fjölmiðla er siður.

Ég var erlendis þegar Kröflugosin hófust - þar var sagt frá þeim eins og landið allt væri að fara undir hraun eftir 10 mínútur.

Fjölmiðlar verða að gæta sín.


mbl.is Dýrkeypt yfirlýsing forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Forsetinn okkar er bara að segja það sem að ég og fleiri höfum verið að segja vinum okkar erlendis síðustu 20 ár, þ.e. að Katla fari að gjósa bráðum og það verði trúlega mikið hamfaragos ef að það líkist fyrri gosum. Allir Íslendingar vita hvernig Katla er og hafa áhyggjur af því eldfjalli. Af hverju að þegja um það? Þarf þessi þjóð alltaf að þegja um allt. Trúlega værum við ekki eins illa stödd fjárhagslega ef að meiri upplýsingar hefðu verið veittar um bankana en gert var.

Rósa (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 02:27

2 identicon

Ólafur Ragnar, er enn og aftur kominn í sviðsljósið þar sem hann helst vill vera miðdepill alls.

Hann er kominn langt út fyrir sitt verksvið enn eina ferðina, nú sem eldfjallasérfræðingur.

Maðurinn er stórhættulegur þjóðinni með gaspri sínu um málefni sem honum kemur ekki við.

Hann er tvímælalaust guðfaðir allra útrásarvíkinganna og allt sem þeir stóðu fyrir, algjörlega siðspilltur tækifærissinni.

Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 02:39

3 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Hann er bara að vara fólk við því sem koma skal, hvort sem það er á morgun eða eftir 20 ár.

Núna geta ferðamenn tekið upplýsta ákvörðun um það hvort þeir leggi leið sína til Íslands eða ekki.

Allt hush hush er af hinu slæma, öll spilin upp á borð í öllu svo að allir geti metið stöðuna fyrir sig og tekið ákvörðun eftir því.

Núna er hann búinn að leggja spilinn á borðið og engann við að sakast ef eitthvað slæmt skeður, en ef enginn hefði sagt neitt þá væru við vondu kallarnir fyrir að reyna fela fyrir heimnum eitthvað sem allir Íslendingar hafa vitað síðan í barnaskóla.

Vísindamenn í BNA hafa verið að vara við titring í yellowstone park og að það sé líklegt að þetta ofursprengieldfjallasvæði gæti farið af stað hvenær sem er. Það er enginn að skíta á þessa menn.

Að skíta út varðmanninn sem varar við mögulegri hætti er barnalegt.

Tómas Waagfjörð, 27.4.2010 kl. 03:55

4 Smámynd: Halldór Halldórsson

Ég krefst þess að Tómas Waagfjörð sýni okkur "skítadreifurunum" hvar Barack Obama varar umheiminn við yfirvofandi hamfaragosi í Yellowstone þjóðgarðinum?????  Það er bara alls ekkert sama hver er að gapa hverju sinni og ekki orði minnst á það í fjölmiðlum ef Ólafur Harðarson væri að spekúlera um Kötlugos!!!

Halldór Halldórsson, 27.4.2010 kl. 07:47

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það væri æði margt sem Bandaríkjaforseti þyrfti að vara við ef hann færi í það á annað borð -

t.d. það sem ég nefndi hér áður - svo mætti kanski bæta því við að hann hefði mátt (eða forveri hans ) vara við efnahagshruninu - Obama sagði fyrir nokkrum mánuðum um efnahagskreppuna -

ÞETTA HÓFST MEÐ ÞVÍ AÐ HÚSNÆÐISKAUPENDUR Í FLORIDA GÁTU EKKI STAÐIÐ Í SKILUM OG ENDAÐI MEÐ EFNAHAGSHRUNI Á ÍSLANDI.

Annars hélt ég að það fólk sem veit af tilveru Íslands vissi að eyjan er eitt eldfjall - svo eru gýgar hingað og þangað sem gjósa annað slagið.

So what else is new?

Hvað heitir það - eldfjallið í USA sem gaus og sprakk svo? Ef ég man rétt.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 27.4.2010 kl. 09:00

6 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Halldór, þú getur reynt að snúa út úr og krafist þess sem þú vilt, ég talaði aldrei um Obama og þú sýnir bara hversu barnalegur þú ert með að láta svona eins og smákrakki.

Ólafur,   Yellowstone, Long Valley, og Valles Caldera í BNA eru ofursprengieldfjöll/svæði. Öll geta þau þurrkað út siðmenninguna ef þau fara af stað.

Tómas Waagfjörð, 27.4.2010 kl. 18:44

7 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Tómas - þessi svæði bæyast þá við listann hjá Obama - hann er að verða nokkuð langur - listinn

Ólafur Ingi Hrólfsson, 27.4.2010 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband