Sjálfhælni og væl
9.5.2010 | 07:57
Störf Sérstaks saksóknara eru EKKI undir stjórn eða á forræði ríkisstjórnarinnar. Eða ættu ekki að vera það.
Ef stjórnin er með puttana í störfum saksóknara er það alvarlegt mál - enda gæti verið stutt í það að sá mannskapur yrði kallaður saman aftur til þess að fara yfir aðgerðir og aðgerðarleysi stjórnarinnar frá síðustu kosningum - og sennilega frá því að minnihlutastjórninni var komið á laggirnar.
Að sjs gefi út einhverjar yfirlýsingar um að hugur fylgi máli hjá stjórninni v. rannsóknanna gefur bara færi á misskilningi - Hugur stjórnarinnar hefur ekkert með þetta að gera - aðeins störf Sérstaks saksóknara og Hans fólks með þeirri undantekningu að dómsmálaráðherra ætti að fara að koma sér að því að efla það embætti í stað þess að tala um að gera það.
RÚV er fjölmiðill Sf þannig að það ætti að vera einfalt mál fyrir SJS að fá það birt sem honum sýnist og túlkað í samræmi við óskir hans. Sama gildir um Baugs/Sf miðlana -
Fjölmiðlafólki er hinsvegar vorkunn að standa í flokkun eða úrvinnslu á billinu sem kemur frá stjórninni á sama tíma og verið er ( hjá Sf miðlunum ) að réttlæta helför stjórnarinnar.
Gerir athugasemd við fréttaflutning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki er nú minna bullið í þér.
Hvenær varð Bláskjár að samfylkingarmiðli?
Hamarinn, 9.5.2010 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.