Fjölmiðlakonur - magnað

Fjölmiðlakonur vilja annan aðalfund þar sem kosning á þeim fyrri fór ekki eins og þær vildu -

Er ég að misskilja eitthvað? Er aðalfundur BÍ eitthver ómerkilegt batterí sem á ekki að taka mark á?

Er ekki lýðræði í BÍ eða vill kommakerlingin sem hætti sem formaður að kosið verði þar til hún er sátt við niðurstöðuna?

Þessar konur sem vilja annan aðalfund eru sömu konurnar se hafa mótandi áhrif á skoðanir almennings með málflutningi sínum. Er sá málflutningur jafn litaður rauðu og þessi krafa þeirra er?

Guðrún Helga hefur gefið út yfirlýsingu um að allt hafi verið gert til þess að fá konur í stjórn eða önnur embætti en ekki tekist.

Og hvað með það? Ef þær vilja ekki þá vilja þær ekki - nei þýðir nei.

Það yrðu mikil vonbrigði ef stjórn BÍ léti undan svona þvættingi - vissulega má boða til auka aðalfundar ef nægur fjöldi félagsmanna krefst þess - en gott fólk - slakið á -

Og hvað með þessa kynvæðingu - kaus félagið sér óhæfa stjórn - eru karlarnir í stjórninni óhæfari en þær konur sem nú vilja kjósa aftur ? Hvað gerir þá svona vanhæfa?


mbl.is Reynt að fá konur í stjórn BÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Er málflutningur Davíðs Oddsonar nokkuð litaður?

Hamarinn, 10.5.2010 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband