Hraðferð
11.5.2010 | 00:39
það á greinilega að taka þetta með hraði áður en stjórnin springur og Sf verður kasta út.
Eitt gleymist ( sjálfsagt margt ) þjóðin hefur síðasta orðið og orðið er nei -
Hvort sem Sf líka betur eða ver þá er það staðreynd að NEI ÞÝÐIR NEI
Umsókn Íslands jafnvel tekin fyrir í júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er svo sem ekkert öruggt með þessa þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún er bara leiðbeinandi ekki bindandi. Þessu Samfóliði væri alveg trúandi til að tulka 60% nei og 40% já sér í hag.
Svo er það líka hefð fyrir því hjá Skjaldborginni, að taka ekki þjóðaratkvæðagreiðslur, eða úrslit þeirra alvarlega.
Kristinn Karl Brynjarsson, 11.5.2010 kl. 00:50
Já því miður er virðingarleysi þeirra fyrir þjóðinni algjört.
Það verður okkar að standa saman og koma í veg fyrir þetta þrátt fyrir þá staðreynd að Steingrímur Íslandsböðull gefi smátt og smátt eftir opinberlega - ég held að hann sé búinn að lofa stuðningi við inngönguna - og búinn að píska sitt fólk til hlýðni -
En ég held í vonina - þjóðin má ekki láta þetta gerast -
Ólafur Ingi Hrólfsson, 11.5.2010 kl. 06:38
Enn einu sinni lætur fólk æsa sig upp af “klókum” fréttamönnum, sem “lokka” út “vota” drauma pólítíkusara og “breyta” þeim í eitthvað sem við fyrstu sýn líkist staðreynd.
Dæmi:”Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna munu jafnvel taka aðildarumsókn Íslands fyrir á fundi sínum í júní og ákveða um hvort formlegar viðræður verða teknar upp, samkvæmt upplýsingum frá spænskum stjórnvöldum sem fara með forsæti í framkvæmdastjórn ESB.” Takið eftir orðunum “jafnvel og “Spænskum stjórnvöldum” (þeir eru með “vota drauma um Íslensk fiskimið).
Og svo hér: “Maros Sefcovic, sem sér um málefni stofnana ESB segir að hann finni fyrir traustum stuðningi við umsókn Íslands. Öll aðildarríkin 27 verða að samþykkja það að hefja viðræður við Ísland.” hér eru það orðin finni, hefja viðræður og talan 27 sem, gera þetta svo að tómum spekúlasjónum og svona týpiskt dæmi þar sem fréttamaður “narrar” eitthvað út úr einhverjum og við veljum að lesa sem staðreyndir.
Nei slappið af ekkert er að gerast sem bendir til að Ísland sé að fá “flýtimeðferð” inn í ESB, enda síðasta orðið hvort sem er hjá þjóðinni í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Svo má auðvitað deila um hvort það átti yfirhöfuð að fara af stað með svona viðræður, eyða fé og tíma í þetta, nei segi ég ekki fyrr en landið var búið að rétta úr kútnum eftir “hrun” og gat farið í viðræðurnar með reist höfuð og góða afkomu, en nú er þetta í gangi og svosem rétt að klára viðræðurnar, því fyrr er ekki hægt að sjá hvað innganga þýðir í raun og veru, svo hægt sé að ganga að kjörborði með eins mikla vitneskju og hægt er, vona samt að slík atkvæðagreiðsla fari ekki fram fyrr en búið er að rétta úr “hrun”kútnum.
En standið ykkur nú, tíminn líður hratt og fyrr en varir er þjóðaratkvæðagreiðslan staðreynd, og þá er best fyrir alla bæði með og móti, að halda sig við staðreyndir og ekki hoppa eftir öllu sem “virðist” styðja málið, m.ö.o. aðeins málefnalegri umræðu takk. ;)
Kristján Hilmarsson, 11.5.2010 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.