Eðlilega

Það sem bæjarstjórinn er búinn að afreka með sínu fólki er ótrúlegt -

þrátt fyrir allskonar skakkaföll - herinn burt - sjávarútvegsfyrirtæki selja sitt af svæðinu m.a.- þá er Árni óþreytandi við uppbyggingu - og það þrátt fyrir andstöðu helstjórnarinnar.

Það sem liggur fyrir hjá Suðurnesjamönnum virðist geta eytt atvinnuleysi á svæðinu -

aðal málið er að brjóta andstöðu ríkisins á bak aftur og leyfa Suðurnesjamönnum að vinna að sinni enduruppbyggingu í friði. 

Suðurnesjamenn eru skynsamt fólk og halda í sinn bæjarstjóra og uppbygginguna.


mbl.is Fengju meirihluta í Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ég sagt þér nokkuð sem eflaust gleður þitt hægrimanns hjarta. Árni Sigfússon vinnur að því að virðist alla daga vikunnar. Ég hafði sent honum bréf vegna máls sem mér er afar hugleikið.  Eiginlega bjóst ég ekkert við svari, ég hef  svo oft tekið eftir að embættismenn svara ekki bréfum, jafnvel þó tilefnið sé brýnt. Svo beið ég og viti menn á SUNNUDEGI kom svar og það elskulegt svar,  einmitt það sem ég hafði látið mig dreyma um,en ekki þorað að vona.  Ólýginn maður sagði mér fyrir einhverjum árum, Árni svarar öllum sem honum skrifa, það er langbest að snúa sér til hans, ef maður þarf að koma einhverju á framfæri.  Það er ótrúlegt hvað þessi maður er búin að afreka hér í þessu litla bæjarfélagi og vonandi verður hann áfram.  Bestu kveðjur frá mér og bóndanum Óli minn, Dana.

Dana Kristín Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 17:02

2 Smámynd: Hamarinn

Hann hlýtur að vera næstur guði almáttugum í röðinni.

Hamarinn, 12.5.2010 kl. 00:51

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Árni er sómamaður - það var ykkar lán að fá hann en okkar ólán að sitja uppi með Ingibjörgu Sólrúnu á sínum tíma - hún gekkst upp í Morfís kjaftagangi og fjölmiðlar átu það upp - og því miður almenningur líka.

Svo horfðum við upp á það að fólk hafði haft af borginni einhvern hæfasta sveitarstjórnarmann sem við eigum. Hann er búinn að gera góða hluti í Reykjanesbæ - og til hamingju með það.

Ég bið þig afsökunar á óværunni sem er hér á milli skrifa okkar - ég er farinn að halda að þetta sé einhverskonar vírus - nú eða bara veikur einstaklingur.

Slíkir leggja fólk gjarnan í einelti -

Hvað um það - kveðjur til ykkar hjóna.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 12.5.2010 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband