Mikið að manninum
12.5.2010 | 08:15
Ef banki er rændur - að ekki sé talað um ef banka er rænt - og sjóðum Seðlabankans líka -
er það þá eingöngu til þess að sefa almúgann sem sá brotlegi er látinn svara til saka?
Ég stóð í þeirri meiningu og geri enn - að það sé til þess að refsa þeim brotlega.
Það þarf mjög yfirgripsmikla vanþekkingu eða algjörna blindni til þess að komast að niðurstöðu Sigurðar Einarssonar - en kanski er það nákvæmlega þessi sama blinda sem gerði það að verkum að hann blekkti fólk til þess að taka lán hjá bankanum til kaupa á hlutafé í honum.
Ætli erlendir og innlendir aðilar eigi kanski bótakröfu á þá félaga fyrir að selja þeim svikna vöru???
Núna vill sigurður ekki vera með - áður vildi hann vera með á öllum stöðum.
Áður fyrr þáði hann boð - t.d. til Bessastaða - núna vill hann ekki þyggja opinbert boð.
Ereitthvað að sigurður? Er boðið í dag með röngum formerkjum?
![]() |
Sigurður kemur ekki ótilneyddur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er bara vatn og brauð í boði. Engar Guðaveigar, engir titlar, engar orður. Bara skömmin ein.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 12.5.2010 kl. 08:47
Ætli fangelisð sem hann fer í á bretlandi verði nokkuð einsog hvíabryggja, mikið andsk. verður hann sattur við litlahraun eftir reynslu af breskum fangelsum.
Jóhann Hallgrímsson, 12.5.2010 kl. 09:10
Ertu búinn að prófa það?
Sigurður Einarsson (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 10:48
Fyrirlitning mannsins á þjóðinni er ótrúleg - einhvernveginn fæ ég það á tilfinninguna að sá sem tala eins og hann eigi við mikla andlega fötlun að stríða -
Aðeins eitthvað slíkt gæti skýrt orð hans.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 12.5.2010 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.