Fáránlegt - fullkomlega galið - Bónusmafía -
14.5.2010 | 07:11
Það að JÁJ hafi setið í stjórn fyrirtækisins sem fulltrúi Landsbankans og sitji jafnvel í stjórnum fleiri fyrirtækja er fullkomlega galið -
Þetta er aðal arkitekt bankaránanna og holdgerfingur alls sem Mafía stendur fyrir.
Ríkið er ábyrgt fyrir Landsbankanum þannig að ríkið hefur haft hann sem fulltrúa sinn á sumum stöðum og lögsótt hann á öðrum stöðum.
Væntanlega greitt honum fyrir stjórnarseturnar og á sama tíma reynt að fá til baka hundruðir milljarða sem hann hefur skaðað þjóðfélagið um.
Eða er ríkisstjórninni ekki ljóst hvað skilanefndirnar eru að gera?
Hinar ýmsu Mafíur - hafa víðan "starfsvettvang" það hafði (hefur?) Bónusmafían líka - en það er of langt gengið að ráða forsprakka Bónusmafíunnar til starfa fyrir ríkið á sama tíma og það liggur fyrir að hann hafi skaðað þjóðfélagið svo heiftarlega að seint verði svo um bundið að um heilt grói í samfélaginu.
Jón Ásgeir segir sig úr stjórn House of Fraser | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.