Ömurleg staða - ríkisstjórn niðurrifsins
16.5.2010 | 23:35
Það er nöturleg staðreynd að ríkisstjórnin skuli ekki á neinu sviði vera að standa sig.
Beðið er ákvörðunar þannig að lífeyrissjóðirnir geti fjármagnað stærri verk sem myndu hleypa lífi í vinnumarkaðinn.
Lappirnar dregnar varðandi verið í Reykjanesbæ -
Staðið í vegi fyrir Helguvíkurálveri -
Staðið í vegi fyrir Bakkaálveri -
Vinnumarkaðurinn stendur og bíður - fjárfestar geta ekkert gert - það vantar ákvarðandi stjórnvalda -
Á sama tíma hefur útflutningur stórvirkra vinnuvéla verið í algleymi.
Fer þessum ósköpum ekki að ljúka? Eldgos er eitt - stjórnarhörmungar allt annað. Og verra þar sem þær eru heimatilbúnar..
Lífeyrissjóðirnir bíða eftir stjórnvöldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er það ekki fjármögnunarvandi sem stoppar álverin. Væri ekki betra að kynna sér málin?
Það sem stöðvar Helguvík, er fjármögnunarvandi HS.
Hamarinn, 17.5.2010 kl. 00:07
Fið söluna á HS er þetta fé í höfn 15 milljarðar - minnir mig -
það var ekkert sem stöðvaði allar þessar framkvæmdir annað en skortur á heimild frá ríkisvaldinu -
Lífeyrissjóðirnir bíða - spyrja - hvað eigum við að skoða - engin svör -
hvar sem fólk er statt í pólitík þá hlýtur þetta að vera gagnrýnivert - og má ekki halda svona áfram.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.5.2010 kl. 10:28
Þér að segja eru lífeyrissjóðirnir allir á hausnum, bókhaldsblekkingum beitt endalaust.
Þegar það verður búið að afskrifa lánin til handónýtra fyrirtækja, og hlutabréfin í þeim, sem haldið er inni í bókhaldinu sem eign, þá verður lítið eftir. Því miður.
Hamarinn, 17.5.2010 kl. 22:24
Það versta af öllu er, að það er ENGUM stjórnmálamanni treystandi í dag. Allt sömu skíthælarnir.
Hamarinn, 17.5.2010 kl. 22:25
Vonandi er það svartsýni að lífeyrissjóðirnir séu allir á hausnum - en margir eru í vondum málum -
eitt hef ég ekki getað skilið og hef þrasað um í 40 ár - - hversvegna eru vinnukaupendur í stjórnum sjóðanna - þetta eru laun starfsmanna sem um ræðir - en það er farið með þetta fé eins og lánasjóð fyrirtækjaeigenda.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 25.5.2010 kl. 05:20
Hvernig skyldi staðan á eignum lífeyrissjóðanna erlendis vera núna, þegar allt er að hrynja?
Ég held að það skipti engu hverjir sitja í stjórnum þessara sjóða, íslendingum er ekki treystandi fyrir peningum annarra.
Hamarinn, 25.5.2010 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.