Vinstri grænir fyrir dómstóla

Það er sama hvað kemur upp varðandi Suðurnesin ( og reyndar landið allt ) alltaf rísa VG upp á lappirnar og reyna að drepa niður alla atvinnustarfssemi.

En nú ber svo við að VG í Reykjanesbæ vilja drepa niður framkvæmdir og framfarir. Ekki svo að skilja að Steingrímur og aðrir VG drápu niður ( í bili ) álvershugmyndirnar á Bakka - héraði Steingríms.

Þessar aðgerðir eru svo markvissar að það er útilokað að um tilviljanir sé að ræða -

Þessari herferð verður að ljúka - drögum VG fyrir dómara. Í opnu réttarhaldi.


mbl.is Magma samningur fari fyrir dómstóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Og að sjálfsögðu verða þeir sýknaðir, eða kærunni vísað frá sökum fávisku kæranda,

Hamarinn, 17.5.2010 kl. 00:05

2 Smámynd: Dingli

Oftast hafa það verið þeir sem selja land sitt fyrir stundargróða, sem lent hafa fyrir dómstólum.......og/eða aftökusveit.

Dingli, 17.5.2010 kl. 00:38

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ólafur:

Myndirðu vilja afhenda ókunnum aðila sem kann að vera gjaldþrota allar eigur þínar?

Hvaða fyrirtæki er þetta Magma Energy? Þetta fyrirtæki virðist ekki vera fjárhaglega burðugra en Geysir Green eða Atorka. Bæði þau fyrirtæki áttu stóran hlut í HSOrku.

Gott væri að fá rökstuðning fyrir svörum þínum.

Kveðja

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 19.5.2010 kl. 13:17

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Kaninn hafði afnot af Miðnesheiði í áratugi - ég get ekki séð að þeir hafi tekið mikið með sér - enda þótt þessi mál séu algjörlega óskyld þá ert þú Dingli að tala um landsölu.

Guðjón - mér er lífsins ómögulegt að að ímynda mér að fyrrverandi eigendu HS hafi gefið fyrirtækið - man ekki betur en um sé að ræða 16 milljarða - milljarða sem verða notaðir til uppbyggingar á Suðurnesjum - og veitir ekki af eftir að Kaninn fór sem og útgerðarfyrirtækin.

Árni Sigfússon hefur örugglega fylgst vel með þegar þetta söluferli var í gangi og hann hefur lýst ánægju sinni með þennan samning. Þar að auki er um að ræða nýtingarrétt ekki eignarétt Magma á auðlindinni.

Ögmundur Jónasson fékk frítt spil í Kastljósi til þess að rakka niður Sjálfstæðisflokkinn og Árna - kvöldið eftir var röðin komin að Steingrími - Árni fór fram á það að fá að svara þessum rógburði en fékk NEI það er of stutt í kosningar!!! 

Það er engin furða þótt fólk fá rangar hugmyndir um mál þegar svona er staðið að "fréttaflutningi".

Ég treysti orðum Árna - áhugi hans á uppbyggingu á Suðurnesjum er heill og sannur og atorka hans í þeim málum til fyrirmyndar.

Suðurnesjamenn eru heppnir að hafa fengið hann.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 23.5.2010 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband