Eygló og ábyrgu stjórnvöldin

Eygló Harðardóttir virðist hafa vaknað við eitthvað núna ( ég hélt reyndar að hún væri búin að vera vakandi ) - HVERSVEGNA BRUGÐUST STJÓRNVÖLD EKKI VIÐ FYRR??????

Um hvað er konan að tala - þessi stjórn er ekki þekkt fyrir að bregðast við og fráleitt á réttann hátt.

 Ekki veit ég hvaða stjórnvöld SJS er að tala um en víst er að þau eru ekki í þessu landi.

Hugsanlega tekur stjórnin þó af skarið núna - því með því að stöðva þennan gerning verður unnt að koma í veg fyrir hluta af atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum - og það er jú aðalmálið.


mbl.is Ríkisstjórnin mun fjalla um HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Mér hefur ávallt fundist þetta "Magma" æfintýri vera rotið. Fyrst kemur einhver Kanada maður sem augljóslega hafði ekkert fé á bak við sig, býr til skúffu-fyrirtæki og þykist allt í einu hafa mikla peninga og vill kaupa íslendsk orkufyrirtæki.

Fyrir utan hjálpsemi og tryggð Vestur-Íslendinga þá hefur ekkert gott komið til Íslendinga frá Kanada. Mig grunar að á bak við þetta Magma æfintýri séu Íslendingar, einhverjir þeir sömu og stóðu að yfirtöku bankanna á sínum tíma, og að það séu þeirra peningar sem þarna eru á bak við. Með þessu móti geta þeir falið peningana sína, jafnframt grætt á þessu og falið arðinn og gróðann í útlöndum.

Þarna er rannsóknarefni fyrir saksóknara, sýnist mér, - eða hvað ?

Tryggvi Helgason, 17.5.2010 kl. 16:17

2 identicon

Hvers vegna er Hitaveita Suðurnesja gjaldþrota?

Hverjir settu hana á hausinn?

Jónsi (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 16:20

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Tryggvi - ef málið er þannig vaxið hlýtur það að vera komið í ljós -

Ég tek hinsvegar mark á Árna Sigfússyni og þegar hann lýsir yfir ánægju með þetta og því að þetta verði til þess að ýmis hjól fari að snúast á Suðurnesjunum  þá hef ég ekki rengja það.

Sjáum hvað setur -

Var HS gjaldþrota - ég verð að fylgjast betur með - samt stendur HS í stórum samningum og hverskyns áætlanagerð fyrir atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjunum. 

Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.5.2010 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband