GATIÐ
24.5.2010 | 23:41
Það eru löngu komnar upp raddir um að GATIÐ sé ekki eldra en ríkisstjórn mistæku flokkanna VG og Samfylkingar - allar þeirra gjörðir snúast í höndum þeirra enda þannig til þeirra stofnað
Hækkun áfengis - tóbaks og bensíns átti að færa ríkissjóði 3.5 milljarða í tekjur ( að vísu hækkaði þessi gjörningur skuldir heimilanna um 5.5 milljarða - en skítt með það ) samtals með vísitölutengingunni þýddi þetta álögur á almenning upp á 9 milljarða.
Seinna var þessi leikur endurtekinn - með þeim afleiðingum að neyslan datt niður - meira tekjutap - en hækkun skulda heimilanna stendur eftir sem áður -
Svo var hátekjuskatturinn hækkaður - með tilheyrandi tekjutapi fyrir ríkissjóð -
Svo kom í ljós að bankarnir þurftu mun minna fé en gert var ráð fyrir og munaði þar nokkur hundruðum milljarða - en þeir komu nú samt ekki almennngi til góða.
Öll uppbygging er bönnuð - aðgerðir sem kalla á vinnuafl eru bannaðar -
Svona mætti halda áfram - HVAÐAN ER ÞETTA GAT SVO ENDANLEGA ÆTTAÐ - ÞAÐ SKYLDI ÞÓ EKKI VERA AÐ STJORNIN SÉ AÐ REYNA AÐ STOPPA UPP Í SITT EIGIÐ GAT???
Þarf kjark til að stoppa í gatið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvaðan er svo þetta gat endanlega ættað, spyrð þú.
Það er ekki nema von að menn sem dýrka bláu höndina og eru algerlega blindir á aumingjaskap eigin flokks, átti sig á því að þetta er rassgatið á sjálfstæðisflokknum.
Sveinn Elías Hansson, 25.5.2010 kl. 20:11
Það eru kanski slík göt sem þú þekkir best -
Ólafur Ingi Hrólfsson, 26.5.2010 kl. 13:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.