Hin hagsýna húsmóðir
26.5.2010 | 07:08
Konur eru hagsýnni en karlar - þetta mun vera sannað -
Að vísu eru til undantekningar - t.d. mun Pétur Blöndal vera mjög hagsýnn.
Konur sjá hvað þarf að gera í borgarmálum - þær hugsa í í eigin þörfum - sem betur fer - því þarfir þeirra eru líka þarfir fjölskyldunnar.
Veiðimaðurinn - karlinn - hugsar í refsingum - það þarf að berja á einhverjum - hversvegna ekki á Sjálfstæðisflokknum - fjölmiðlar Jóns Ásgeirs segja að það eigi menn að gera -
RÚV er svo sérstakur pakki - þar ræður ríkjum Páll Magnússon sem hikar ekki við ásamt Kastljósmönnum og Óðni Jónssyni að láta pólitískar skoðanir sínar í öndvegi - afflytja "fréttir" þannig að það henti þeirra skoðunum - og mismuna fólki eftir flokkum.
Ég hvet reyndar Reykvíkinga alla - konur og karla - til þess að tryggja það að Hanna Birna verði áfram borgarstjóri - við verðum að hafa sterkt mótvægi við lánlausa ríkisstjórn.
Það gerist aðeins með því að greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði.
Konur styðja Sjálfstæðisflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
En Besti flokkurinn ?
Birgir Hrafn Sigurðsson, 26.5.2010 kl. 09:31
Þú ert að grínast er það ekki Birgir? Kjósa misvitran leikara sem er í fíflagangi að fá að mínu viti örvæntingarfullt fólk í leit að lausnum.
Mér finnst þetta vera grín og það er í raun sorglegt að horfa uppá þetta.
Allavegana X-D fengi mitt atkvæði væri ég á landinu(fluttist út fyrir hrun eða 2005 og var talinn klikkaður)
Kannski er ég bara svona kvennlegur og það verður þá bara að hafa það.
Takk fyrir fína athugasemd Ólafur.
Júlíus Valdimar Finnbogason, 26.5.2010 kl. 10:01
Nei, ég er ekki að grínast :-)
... Því miður þá missir Sjálfstæðisflokkurinn mitt atkvæði þetta árið. En með því að kjósa Besta Flokkinn þá gef ég 4-flokkunum -1 stig en með auðu gæfi ég þeim 0 stig. Ef ég gæti kosið einstaka fólk inn þá myndi ég kjósa nokkra úr XD.
Birgir Hrafn Sigurðsson, 26.5.2010 kl. 10:40
Júlíus - þakka þér innlitið - vonandi getur þú kosið utankjörfundar þar sem þú ert.
Ég ætla ekki að birta að svo stöddu samskipti mín við Óðinn Jónsson hjá RÚV.
Hvert hlutdrægnismálið á fætu öðru hefur komið upp og sum eru yfirgengileg.
Birgir - það að refsa Hönnu Birnu ( sem er búin að koma á röð og reglu ásamt friði í borgarstjórn ) fyrir eitthvað sem hún hafði ekkert með að gera er undarleg ákvörðun. Legg til að þú kærir nágranna þinn fyrir það sem einhver í Kópavogi gerði fyrir 2 árum - það ætti að kenna honum að haga sér betur.
Ef stefnumál Jóns - gjaldhlið við Seltjarnarnes - frí handklæði í laugunum - ísbjörn í Húsdýragarðinn - tívolí í Hljómskálagarðinn - fullt af einhverju fyrir aumingjana - lækkun skatta - og önnur "stefnumál" hans komast að við borgarstjórnarborðið verður fróðlegt að sjá vinnubrögðin. Væntanlega ný útgáfa af Tvíhöfða.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 26.5.2010 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.