HÖNNU BIRNU ÁFRAM SEM BORGARSTJÓRA.

Vefst það virkilega fyrir fólki að eini raunhæfi kosturinn í starf borgarstjóra -                                                    HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR -    

 er einn hæfileikaríkast stjórnmálamaðurinn sem við eigum kost á í dag? Þarf annað en að sjá hana með oddvitum hinna framboðanna til þess að sjá að bera af eins og gull af .... .?

Yfirveguð - með allt á hreinu - engin gífuryrðaloforð - ekkert skítkast á hin framboðin - hún birtist sem hinn rólegi - stefnufasti borgarstjóri - borgarstjórinn sem við þurfum að hafa áfram.

Það gerist aðeins með því að greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði í borgarstjórnarkosningunum.

EKKI KJÓSA FLOKKNUM SAMSTARFSFLOKK - ATKVÆÐI GREITT ÖÐRUM EN XD ER ATKVÆÐI GREITT GEGN ÁFRAMHALDANDI FORYSTU HÖNNU BIRNU KRISTJÁNSDÓTTUR.

 


mbl.is Flestir vilja Hönnu Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sjálfstæðisglæpaflokkurinn er liðin undir lok. Það er ekki pláss lengur fyrir skipulagða glæpaflokka á Íslandi. Meðlimir Sjálfstæðisgengissins þurfa að fara annað með myrkraverk sín...

Óskar Arnórsson, 27.5.2010 kl. 06:06

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Geir Harde var líka voðalega settlegur og kúl þegar hann leiddi þjóðina fram af hengiflugi.

Eggert Sigurbergsson, 27.5.2010 kl. 06:36

3 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Fólk ætti nú ekki að gleyma þætti Hönnu Birnu í sláturtíðinni sem varð á sínum tíma þegar fólk var stungið í bakið í öllum hornum ráðhúsins.

Mjög fallegt t.d. hvernig hún notaði Ólaf F meðan það hentaði henni og stakk hann svo í bakið. Ef það eru þannig manneskur sem fólk vill að leiði okkur þá er Íslensk þjóðarsál eitthvað meira en lítið undarleg.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 27.5.2010 kl. 07:28

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Stefnuskrár andstæðinga Sjálfstæðisflokksins hafa hvergi birst skýrari né betur fram settar en í bloggi ykkar þriggja hér á undan -

Ég hef verið að hugsa um að að undanförnu hvenær sá dagur rynni upp.

Til hamingju með þetta drengir -gott framtak hjá ykkur.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 27.5.2010 kl. 08:09

5 identicon

Hanna Birna ber ábyrgð á því að taka pólitískt af lífi oddvita flokksins, Vilhjálm Þ, eftir að Vilhjálmur vann með með glæsibrag fyrsta oddvitaslag í flokknum í borginni um árabil.

Hún ber ábyrgð á því að að mynda þrjá meirihluti í borginni og hefur á kjörtímabilinu leitt þrjá borgarstjóra til valda.

Blind valdagræðgi hefur stjórnað för Sjálfstæðisflokksins á þessu kjörtímabili.

Þá ber hún sína ábyrgð á því að Orkuveita Reykjavíkur var rekin í þrot á kjörtímabilinu.

Hún ber ábyrgð á gríðarlegri skuldasöfnun borgarinnar á kjörtímabilinu.

Vegna breyttra reikniskilareglna sveitarfélaga sem samþykktar voru í apríl á Alþingi þá hælir hún sér og reyndar sveitarstjórar víða um land að "ábyrgum" rekstri. Að óbreyttum reglum væri borgarstjóður í bullandi mínus sem og fjöldi annarra sveitarfélaga.

Svindlið og blekkingarnar halda bara áfram.

Nei, þessari konu á að gefa frí frá frekari "stjórnunarstörfum" fyrir borgarbúa.

Sniddan, klippt og skorin (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 08:21

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Svara yfirleitt ekki huglausum nafnleysingjum - en

Hanna Birna tók engan af lífi - aðrar yfirlýsingar þínar bera vott um þína eigin blindu og pólitískt hatur á XD -

Innlegg þitt í stefnuyfirlýsingar andstæðinga XD eru í fullum samhljómi við þá haugahugsun sem endurspeglast í málfari ykkar.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 27.5.2010 kl. 11:01

7 Smámynd: Benedikta E

Ath. - 1 - 2- 3- 5-  ORÐ ykkar eru svo gróf að það skylst ekki hvað þið segið  

Benedikta E, 27.5.2010 kl. 15:38

8 Smámynd: Benedikta E

Ólafur - Þú hefur greinilega fengið botnfallið þarna inn hjá þér.

Benedikta E, 27.5.2010 kl. 15:41

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég hef alltaf kosið Sjálfstæðisflokkinn, trúað þeim betur enn nokkrum öðrum þangað til þessi svakalegu mál hafa komið upp á yfirborðið sem flest eru merkt flokknum. Það þarf að vera meira enn lítið að hjá fólki sem kýs þennan flokk í dag. Hann er nánast ónýtur og gjörsamlega úr skorðum. Og svo smá leiðrétting fyrir benidiktu: "Botnfallið í þjóðfélaginu stjórnar Sjálfstæðisflokknum og þeir halda virkilega margir hverjir að þeir geti vaðið yfir fólk í framtíðinni með sömu græðgi og frekju sem sönnuð er upp á þá núna...

Óskar Arnórsson, 27.5.2010 kl. 15:52

10 Smámynd: Benedikta E

Ágæti Óskar - botnfallið í orðbragði var í mínum huga -

En þú ert ekkert einn um vonbrigðin þó það sé ekki svoleiðis að - það bætir ekkert - slæma stöðu..........!

En margir / sumir velja þó að kjósa sinn gamla flokk með útstrikunum - það gerir ekki kjörseðilinn ógildan að strika út þá sem kjósandanum finnst að ekki ættu að láta sjá sig þar og án efa aðferð sem gefur sterk skilaboð beint í mark.

Benedikta E, 27.5.2010 kl. 16:35

11 identicon

Benedikta, útstrikanir hjá sjálfstæðisflokki gera nákvæmlega ekkert gagn.

Árni Johnsen hélt áfram sem þingmaður og Björn Bjarnason hélt áfram sem ráðherra. Útstrikanir eru álíka blöff í pólitík og hinn hlægilegi Landsdómur sem hefur aldrei verið notaður.

valdimar (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 16:57

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já, ég vil samt meina að botnfallið í orðbragði komi frá framúrskarandi kurteisum og fáguðum stjórnmálamönnum í tali, sem vonandi hverfa af sjónarsviðinu í þessum kosningum og síðan Alþingiskosningum. Annars er ég meðmæltur persónukosningum og að hætta þessari flokkapólitík og öllu því rugli sem því fylgir oftast. Sjálfstæðisflokkurinn VAR minn gamli flokkur, og nú lít ég á hann sem glæpaflokk...alla vega meðan einhver núverandi toppar og samstarfsmenn eru í honum. ALLIR þingmenn, ráðherrar og flokksforingjar hafa vitað af þessari gífurlegu spillingu allan tíma og engin gert neitt...

Óskar Arnórsson, 27.5.2010 kl. 19:03

13 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Benedikta - fólk sem hefur engann málstað að verja - aðeins upphrópanir og fúkyrði er bundið á þann klafa að geta aðeins nýtt sér slík orð - Ágætur íslenskumaður sagði fyrir nokkrum árum - það verða ekki sletturnar sem ganga af málinu dauðu heldur setningaskipanin. Setningaskipan málsóðanna er sérstök - kanski er hún hluti af aðförinni að málinu.

Óskar - hafir þú verið Sjálfstæðismaður hefur þú tekið þátt í því að kjósa "glæpalýðinn" -  Spillingin sem þú talar um hefur þá verið til staðar og þú hluti af henni - Eru orð þín marklaust bull eða tókst þú spillinguna með þér? Í öllu falli hefur reglum um styrki verið breytt - m.a. að forgöngu Guðlaugs Þórs. Forsvarsmenn flokksins með sín mál uppi á borðinu - í raun og veru.

Reglurnar sem áður giltu voru barn síns tíma - og drógu dám af tíðarandanu - þegar þjóðin var ósigrandi.

Slakaðu á í glæpamannatalinu - það ætti ekki að sæma þér að nota slíkt orðbragð.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.5.2010 kl. 00:59

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Voðalega ertu grænn Ólafur, Ég kaus þá því ég trúi meira á til hægri enn vinstri. Ég slaka ekkert á einu eða neinu tali og þú talar eins og barn. Ég er ekki buisnessmaður eða stjórnmálamáður. Bara venjulegur vinnumaður, Og hef aldrei haft áhuga á stjórnmálum. Já ég var með að kjósa glæpalýðin og nú vil ég ekki glæpalýðin til baka...bara svona einfalt mál. ég hef alltaf trúað að það væri spilling fyrir hendi í öllum flokkum enn aldrei að það væri stjórnmálaflokkur sem hreinlega gerði út á afbrot...

Óskar Arnórsson, 28.5.2010 kl. 03:24

15 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ágæti Óskar

að tala niður til fólks eins og þú gerir í reiði þinni er ekki neitt sérstakt þroskamerki -

Ég er líka bara venjulegur vinnumaður - ekki stjórnmálamaður en ég hef áhuga á stjórnmálum vegna þess að þau hafa áhrif á líf mitt og ættingjaminna - barna og barnabarna.

Með réttu eða röngu hef ég myndað mér skoðanir -flokkurinn sem þú segir að "hreinlega geri út á afbrot" varð fyrir valinu - væntanlega getur þú sannað þessa stóru yfirlýsingu - og ekki orðið var við þá Mafíustarfssemi sem þú fullyrðir að flokkurinn sé rekinn á.. Að kalla þetta fólk glæpalýð - finnst þér það þroskamerki að haga máli þínu með þessum hætti ?

Ég hvet þig til þess að lesa bók sem heitir ÍSLANDSSAGA TIL VORRA DAGA -

hún er ákaflega fróðleg - það eru líka 2 rit sem bæði bera nafnið ORÐ ÞEIRRA OG EFNDIR  - sem og eitt sem heitir ÞEIRRA EIGIN ORÐ - allt er þetta mjög fróðlegt.

Svo óska ég þér góðs gengis

Ólafur Ingi Hrólfsson, 29.5.2010 kl. 10:07

16 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mér er bláköld alvara með þetta. Og ég er ekkert reiður né hef ég ástæðu til að tala niður til fólks. Saga Sjálfstæðisflokksins (Toppanna og gæðingan) er löng. Og ég og margir fleyri kunnum nögu mikið í sögu um Sjálfstæðisflokkinn til að vita að hann er spilltasti flokkurinn og hefur alltaf verið. Það sem ég er að tala um eru mál og verk Sjálfstæðisflokksins sem ábyggilega er ekki í þessari ágætu bók...

Óskar Arnórsson, 29.5.2010 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband