Enn sigrar ofbeldið - í bili
27.5.2010 | 18:44
Ofsóknirnar á hendur Steinunni Valdísi eru þeim til skammar sem þær stunda.
Tíðarandinn þegar hún fékk styrkina var allt annar en hann er í dag.
Konan er líka að verja heimili sitt fyrir ofbeldislýð - skríl sem á eftir að roðna þegar rykið sest og múgsefjunin víkur fyrir rökum.
Þessar galdraofsóknir okkar tíma eiga eftir að skilja eftir sár sem seint gróa.
Steinunn Valdís segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef hún er góð kona þá eru henni flestir vegir færir þó að hún fari úr stjórnmálum
Sigurður Haraldsson, 28.5.2010 kl. 00:51
Ég þekki Steinunni ekki neitt - en aðförin að henni var ógeðsleg - það var ekkert brot framið
aðeins múgæsingur sem hrakti hana úr starfi - hún er bara að verja sig og fjölskyldu sína fyrir litlum háværum ofbeldishópi -
Það er sorrglegt að í okkar litla samfélagi skuli þetta gerast ítrekað.
Vonandi er þessu lokið.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.5.2010 kl. 08:33
Ólafur hvað kallar þú lítið? Eða er eins og með Ingibjörgu forðum þið eruð ekki rödd fólksins?
Sigurður Haraldsson, 28.5.2010 kl. 10:29
Sigurður
Eftirátúlkanir á reglum eru´skrýtnar í besta falli -
það sem þótti í góðu lagi 2006 er ekki í lagi 2010.
Samt sem áður á ekki - þótt tíarandinn hafi þróast - að refsa fólki árið 2010 sem það gerði 2006 - ekki síst þar sem Steinunn braut enigg lög eða reglur.
Látum staðar numið - hyggjum að upbyggingu - hættum galdrabrennunum.
Þú kannt að horfa aðeins á þetta fólk sem pólitíska andstæðinga - hvar í flokki sem það stendur - ég er að horfa á fólk - fólk sem á fjölskyldur - fólk sem braut ekki af sér. Samr er verið að dæma það.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 29.5.2010 kl. 09:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.