HÁRRÉTT HJÁ JÓHÖNNU
9.6.2010 | 03:45
Ítrekaðar hækkanir á áfengi - tóbaki og bensíni hafa hækkað skuldir heimilanna um allt að 8 milljarða auk þeirrar útgjaldaaukningar sem hækkanirnar hafa haft í för með sér.
Auknar verðhækkanir og álögur af öllum mögulegum og ómögulegum gerðum hafa rýrt kaupgetu almennings.
Með því að standa í vegi fyrir allri uppbyggingu hefur stjórninni tekist að keyra atvinnuleysi upp í áður óþekktar hæðir með óútreiknanlegum hörmungum fyrir heimilin í landinu. Þær hörmungar munu fylgja þeim sem í þeim hafa lent og eiga eftir að lenda langt fram yfir líftíma þessarar stjórnar.
Jóhanna segir að aðgerðirnar séu 50 - má vera - ef allt er talið - virðisaukaskattshækkanir - lækkandi niðurgreiðsla lyfja - niðurfelling á niðurgreiðslu lyfja - skertar greiðslur til ellilífeyrisþega og öryrkja held ég að fjöldinn sé mun meiri.
Er ekki mál að linni???
Hafa komið til móts við skuldavandann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jú!
Sigurður Haraldsson, 9.6.2010 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.