Varnarmálalögin
16.6.2010 | 07:35
Þingið afsalar sér völdum til ráðherra - er þetta ný stefna þingmanna meirihlutans -
Jóhanna er búin að lýsa því yfir að ef nenfd Atla Gíslasonar taki ekki á fyrri einkavæðingu bankanna muni hún gera það - semsagt ef nefnd ÞINGSINS gerir ekki það sem henni er sagt muni JS grípa í taumana.
Og svo núna Varnarmálalögin -
Hve lágt ætla þingmenn meirihlutans að lúta fyrir ráðherravaldinu?
Framsókn virðist ætla í sæng með stjórninni - að minsta kosti Siv Friðleifs sem er komin í lýðskrumsgírinn kastandi fúkyrðum í Sjálfstæðisflokkinn hvenær sem hún getur komið því við - meira að segja í atkvæðaskýringum. Leggst þar lítið fyrir hálfráðherrann fyrrverandi.
Þingfundir í alla nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bjóst þú við öðru frá Framsóknarflokknum? Menn í þeirra röðum skipta um skoðun eins og nærbuxur. Það fer eftir því hvar þeir vonast helst að komast að kjötkötlunum aftur. Og auðvitað er allt Sjálfstæðisflokknum að kenna núna þótt Framsókn átti stóran þátt í allri spillingu sem átti þér stað undanfarin ár. Siv er bara eitt dæmi af mörgum.
Úrsúla Jünemann, 16.6.2010 kl. 08:13
Þetta er sorgleg staða -
Það er verið að kollkeyra allt hér og þrátt fyrir góða reynslu af samstarfi við stjórnarandstöðuna í Icesave málinu hamast stjórnin við að hafna öllu sem frá minnihlutanum kemur - nema Róbert Marshall sem vinnur með t.d. öllum í Allsherjarnefnd.
Verðum að fá kosningar í haust.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 16.6.2010 kl. 10:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.