Skrípaleikur
21.6.2010 | 16:48
Ástæðan sem Olís gaf fyrir 20 króna hækkuninni var verðhækkanir erlendis - verðið hér stóð ekki undir kostnaði -
Þá kemur næsti trúður og hækkar um 12 krónur -
Þá lækkar Olís aftur um 20 krónur - hvað breyttist - lækkaði verðið erlendis aftur í tímann??
Fjárplógsaðferðum olíufélaganna verður að ljúka -
Þessi skrípaleikur minnir á "kosningabaráttu" esta flokksins í Reykjavík -
Tóm þvæla.
Eldsneytisverð lækkar á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Held að ríkisstjórnin ætti að taka yfir þessi helv olíufélög og slaka á sínum mafiuaðferðum í leiðinni, það er alltaf miðað við Norðurlöndin, það eru líka aaaaðeins fleiri bílar þar.
Guðjón Þór Þórarinsson, 21.6.2010 kl. 17:12
Ég vil benda ykkur á að ríkið fær mest, næst á eftir eru erlendu söluaðilarnir og svo koma íslensku olíufélögin þar á eftir. Þau hafa alltaf fengið einungis lítið brot af heildarverðinu.
Ósanngjarnar ofurálagningar ríkisins eru aðalóvinurinn, ekki verðlagning olíufélaganna.
Geiri (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 17:33
Geiri - olís hækkaði vegna erlends verðlags - rétt á eftir lækkuðu þeir aftur -
hvað breyttist erlendis -
Guðjón - ég vildi sjá olíufélögin leggja útreikninga sína á borðið -
Ólafur Ingi Hrólfsson, 22.6.2010 kl. 12:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.