"Fréttamennska Moggans
25.6.2010 | 22:37
Það er dæmigert þegar Sjálfstæðisflokkurinn á í hlut að misbitris "fréttamenn" setji upp það sem er neikvætt -
Vissulega skortir bílastæði þegar stærsti og öflugasti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar heldur sinn Landsfund.
Það sem hlutdrægum fréttamönnum sést yfir er það mikla starf sem unnið var í Laugardalshöll í dag og verður framhaldið á morgun.
Það skiptir máli en ekki tittlingaskítur "fréttamanna" og andstæðinga flokksins sem velta sér helst upp úr neikvæðni og niðurrifi.
Of svo flytur Mbl.is frétt af tuði Steingríms Íslandsbana sem hælir sjálfum sér í sjálfsvorkunartón.
Eins og gnarr sagði - og svo allskonar fyrir aumingjana - og 35% borgarbúa sögðu það er ég -
sennilega verður gnarr að láta eina klípu til sjs.
Sjálfstæðismenn sektaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér skilst að það hafi verið innan við 700 manns á fundinum hjá öflugusta flokkinum..
hilmar jónsson, 26.6.2010 kl. 00:01
Nóg af stæðum og menn latir við að labba nokkur hundruð metra. Varla til fyrirmyndar hjá stærsta flokki landsins, eða hvað?
Sigurjón, 26.6.2010 kl. 01:44
Ótrúlegt að menn séu að verja þetta. Að sjálfsögðu á að beita sektum miklu miklu oftar. Lögbrjótum er engin vorkunn að borga í ríkissjóð.
Ólafur Guðmundsson, 26.6.2010 kl. 02:01
Hverjir eru að verja þetta?
Sigurjón, 26.6.2010 kl. 03:49
ÓG - enginn að verja þetta - aðeins bent á fréttamatið - lestu fyrst - tjáðu þig svo - Sigurjón - enginn latur að ganga - stæðin voru einfaldlega öll full -
Hilmar - Laugardalshöllin full - 700? væntanlega rúmlega það - skal hinsvegar spyrjast fyrir -
700 þætti reyndar gífurlega mikill fjöldi hjá hinum flokkunum -
Ólafur Ingi Hrólfsson, 26.6.2010 kl. 06:00
Það eru nóg af stæðum, t.d. við Suðurlandsbrautina og víðar í Laugardalnum. Það kostar hins vegar labb og greinilegt að því nenna menn ekki...
Sigurjón, 26.6.2010 kl. 16:43
Hilmar - kannaði málið - tæplega 1.000 tóku þátt í störfum fundarins -
en samt - til hamingju - þetta er væntanlega það næsta sem þú hefur komist sannleikanum í "umfjöllun" þinni um Sjálfstæðisflokkinn.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 27.6.2010 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.