Hrokafullir spánverjar
22.7.2010 | 10:43
Fyrir nokkrum dögum varð ég að leita aðstoðar á Bráðamóttökunni í Fossvogi. Klukkan var um 17. Verið var að sinna mörgum einstaklingum - þar á meðal spænskri konu. Þegar komið var fram yfir miðnætti var konan útskrifuð og ég þar strax á eftir.
Þegar ég kom fram var einn hjúkrunarfræðingurinn í símanum - að leita eftir aðstoð -
Og hversvegna -? jú sá spænski sagðist ekki eiga að greiða eitt eða neitt -
Þarna var konan búin að fá liðsinni frá því fyrir kl 17 og fram hálf eitt um nóttina - og í framhaldinu varð hjúkrunarfræðingurinn að eyða sínum dýrmæta tíma í svona þras- á meðan beið fólk eftir aðhlynningu.
Ég vil taka það fram að allt starfsfólkið var til fyrirmyndar - röggsamt - ákveðið en vingjarnlegt. Öruggt í öllum sínum störfum.
Þannig viljum við hafa það en þetta ágæta fólk á EKKI að þurfa að standa í þrasi - og skömm sé þessu pari sem þarna niðurlægði sig sjálft.
Eftir að ég hafði greitt mitt fór ég en hjúkrunarfræðingurinn var enn í símanum að leita liðsinnis.
Þakkir mínar til bráðamóttökunnar.
Hringdi til Spánar eftir hjálp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er auðvitað arfaslök framkoma hjá þessu fólki ef satt er og að þau hafi verið að reyna að koma sér hjá greiðslu sem þeim bar að greiða, en mér finnst þjóðerni þeirra ekki koma málinu neitt við.
Ég held að Spánverjar séu almennt ekkert verra fólk en aðrir.
Grefill (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 11:11
Það er þannig á Spáni, allavegana þegar ég fór til læknis þar, þú greiðir ekki neitt. Svona er að vera góðu vanur.
Guðrún , 22.7.2010 kl. 11:41
Guðrún, þú hefur sloppið vel, því það kostar 85 evrur fyrir þá sem eru ekki residence á Spáni. Ef að þú ert residence þá borgar þú ekkert.
Rósa (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 13:48
Rósa, Ef þú hefur blá-röndótta ESB kortið borgar þú ekki neitt, þótt þú sért túristi. Hitt er annað mál, að ef þú ferð á einkastofu, þá borgar þú 85 evrur og þá skiptir ekki máli hvort þú ert heimamaður eða ekki. Spánverjar eru miklu lengra komnir í heilbryggðismálum en Íslendingar og hafa miklu betri þjónustu.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 15:18
Þetta fólk virtist ekki hafa neitt í höndunum sem sannað að þau ættu ekki að greiða - Á svona stöðum eins og bráðamóttöku á enginn að láta starfsfólkið í svona aðstöðu - starfsfólkið hefur mikilvægu hlutverki að gegna og á að fá að sinna því í friði - ekki að þurfa að standa í innheimtustörfum.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 22.7.2010 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.