Þjóðkirkjan neitar

Þjóðkirkjan er illu heilli innan ríkisins og ber ranglega nafnið þjóðkirkja -

Núna er þessi stofnun að neita að fara að fyrirmælum ríkisins sem fjármagnar þennan rekstur.

Hvernig væri nú að Sérlegur saksóknari neitaði að fara að fjárlögum og heimtaði meira fé ? Því væri betur komið hjá því embætti en ókristnum biskupi "þjóðkirkjunnar".

Nú svo gæti ríkislögreglustjóri neitað að fara að fyrirmælum ráðherrans -

Hroki kirkjunnar er tilkominn vegna þess útbreidda misskilnings að prestar og kirkjan í heild sinni sé eitthvert fyrirbæri sem sé hafið yfir almenning í landinu. Ef prestur tjáir sig um einhver þjóðfélagsmál á það vera einhver æðri boðskapur.  þessi fáránlega afstaða kemur í veg fyrir eðlilega gagnrýni á orð þessa fólks sem - þegar upp er staðið - er ekkert annað en eiginhagsmunapotarar (með sárafáum undantekningum) breyskir einstaklingar alveg eins og við hin.


mbl.is Ekkert svigrúm til að hlífa kirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samkvæmt biblíu þá eiga þessir prestar að vera bláfátækir... best af öllu er að vera fátæk(ur).

En það er jú svo að menn velja sér eitthvað sem þeim líkar úr biblíu, en dissa hitt.

doctore (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 09:43

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Menn eru alveg tilbúnir að skilja að ríki og kirkju. Til þess þarf þá ríkið að skila Þjóðkirkjunni aftur jarðeignum þeim sem það tók og nýtir. Leiguafnot þeirra eigna greiðir ríkið samkvæmt samningum þar um ákveðnum fjölda presta laun. Sá launapakki er lítill við hlið þeirra gæða sem ríkið fékk á móti á sínum tíma með samningum þar um 1907 og 1997. Enginn leigusali á þessu landi, eða um veröld víða í hinum vestræna heimi myndi sætta sig við svo lága leigu sem þjóðkirkjan fær. Þetta er því leiga á geysilegum eignum sem ríkið ásældist og þjóðkirkjan afhenti ríkinu gegn þessu umsamda afgjaldi.  Hefur ríkið með sömu rökum heimtað 9% lægri húsaleigu hjá þeim fjölmörgu eigendum fasteigna sem ríkið leigir húsnæði af ? Nei þar yrði hlegið að vitleysunni og heimtaðar vísitölubætur með engum refjum eins og samningar standa auðvitað til. 

Ég hélt nú að menn skildu þetta almennt - frjálsa samninga um gæði manna á millum í fullu frelsi. Þar verða menn auðvitað að standa við gerða samninga eins og þú veist. Þarna er ekki um skattgreiðslu að ræða til kirkjunnar heldur eðlileg (ótrúlega lág samt) greiðsla leiguafnota má segja.

Þannig er flugfreyjan og jarðfræðineminn að fremja lögbrot á gerðum samningum við þjóðkirkjuna þegar þau lækka einhliða samningsbundin gjöld fyrir leiguafnotin og myndi enginn leigusali taka slíku þegjandi.  Þá er hitt ósvinna að sóknargjöldin eru auðvitað ekki eign ríkisins heldur hefur ríkið tekið að sér milligöngu um innheimtu þeirra fyrir hönd allra trúfélaga í landinu og hefur því engan rétt til að halda eftir hluta þeirra. Hitt má svo deila um hvort ríkið eigi almennt að vera í milligöngu um slík gjöld. Kannski ættu íþróttafélögin að fá ríkið til að innheimta félagsgjöldin fyrir sig sem og stjórnmálaflokkarnir ?  Þessi félög myndu auðvitað ekki sætta sig við að ríkið héldi eftir geðþótta hluta innheimtra félagsgjalda sinna. Þeir sem innheimta virðisauka fyrir ríkið (endursöluaðilar vöru og þjónustu) ættu kannski að taka sér þessa aðgerð flugfreyjunnar og jarðfræðinemans sér til fyrirmyndar og skila svo sem 9% minna af innheimtum virðisauka til ríkissjóðs? Þetta gætu innheimtulögfræðingar einnig tekið sér til fyrirmyndar ?

Ég held að það færi best á því að þú breyttir fyrirsögn þinni sem virðist vera gerð ásamt greinarstúf þínum af mikilli vanþekkingu á þessu máli. Eina lögbrotið sem sérstakur saksóknari ætti að rannsaka í þessu máli er lögbrot af hálfu flugfreyjunnar og jarðfræðinemans.

Ég vil leyfa mér að setja hér inn fróðlegan pistil Jóns Vals um málið síðan 2007.

Athuga ber að Jón Valur er kaþólikki eins og kunnugt er og hefur trúfélag hans engra hagsmuna að gæta í þessu máli, en Jón Valur kann að fara rétt með staðreyndir og gæta réttlætis :

Jón Valur Jensson Jón Valur Jensson cand. theol.

"Sunnudagur, 30. desember 2007

Svo hét grein mín í Mbl. 19. des. 2002 þar sem fjallað var um mál sem oft ber hér á góma: eignamál kirkjunnar og rétt Þjóðkirkjunnar til framlags úr ríkissjóði til rekstrar síns. Afar harðar hafa þær árásir oft verið, sem trúleysingjar og afbrýðisamir veraldarhyggjumenn ýmissa flokka hafa haldið uppi, einkum frá og með Kristnihátíðarárinu 2000 og nú enn og aftur, þegar örfámennur hópur virkra trúleysisboðenda hellir sér yfir dagblöð og bloggsíður nánast daglega.

Margir láta sem Þjóðkirkjan eigi hér engan rétt – sniðganga þar með þinglýstar og skráðar eignarheimildir hennar í margar aldir, unz ákveðið var, að ríkið tæki alfarið við jarðeignum þessum gegn endurnýjun þess lagaákvæðis, að ríkið borgi laun presta og Biskupsstofu. Sumir (og raunar fáir) hávaðasamir veitast að kirkjunni fyrir ýmist meinta ágirnd eða sníkjulífi, á meðan aðrir (sjá t.d. umræðuna á þessari síðustu vefsíðu minni) virðast aldrei geta áttað sig á því, að við erum hér hluti af réttarríki, þar sem arfhelg réttindi, m.a. eignarréttur, eru síður en svo eitthvað sem brýtur gegn almennum mannréttindum, heldur eru þau einmitt einn undirstöðuþáttur þeirra.

Já, það er óumflýjanleg grunnforsenda þessa máls, að "kirkjan fer ekki fram á ölmusu, einungis að ríkið standi við gerða samninga," eins og ég sagði í greininni gömlu, en ófyrndu, sem ég endurbirti nú hér á eftir.

Gegn árásum á Þjóðkirkjuna

FORMAÐUR Siðmenntar, Hope Knútsson, ritar grein í Mbl. 30.10. 2002: 'Hvað felst í aðskilnaði ríkis og kirkju?' Þar sker í augu alger vöntun á umfjöllun um eignir kirkjunnar, eins og þær skipti engu í sambandi við þann "styrk" frá ríkinu sem Hope segir Þjóðkirkjuna fá og vill láta afnema. "Þjóðkirkjan nýtur hundraða milljóna króna styrks [svo!] árlega umfram önnur trúfélög," segir hún. Það er einfaldlega rangt. Ríkisvaldið tók kirkjujarðir (fyrir utan prestssetur) í sína umsjá 1907, innheimtir af þeim tekjur og greiðir í staðinn laun til presta.

Hvaðan komu þessar jarðir, 16% jarðeigna landsins 1907? Stór hluti tilheyrði kaþólskri kirkju á sínum tíma. Eins og sjá má af gjafabréfum eignafólks til kirkna og klaustra, áttu þær gjafir að styðja við Guðs kristni, helgast þjónustu við söfnuði hans. Eftir siðaskipti var ekki öðrum til að dreifa til kristnihalds en lútherskum klerkum sem framfleyttu sér, önnuðust viðhald kirkna og önnur útgjöld með þeim eigna- og tekjustofnum sem konungur lét óhreyfða þegar hann hrifsaði undir sig klaustra- og stólseignir. Var hitt þó ærinn skellur að sú menningar- og þjóðþrifastarfsemi sem fram fór í klaustrunum var í einu vetfangi aflögð, er konungur gerði eignir þeirra upptækar.

Kirkjan var á 14. öld langauðugasti landeigandi hérlendis og auðgaðist enn til 1550. Þá áttu biskupsstólarnir 14.119 hundruð í jarðeignum, sjöttung alls jarðnæðis. Síðar hafa margir býsnazt yfir auðsöfnun kirkjunnar, en eins og Björn Þorsteinsson sagnfræðiprófessor fræddi okkur nemendur sína um, var kirkjan leiguliðum sínum léttari í álögum en aðrir landsdrottnar. Að auki veitti hún fátækum og sjúkum ómetanlega hjálp. Um 1650 var þriðjungur jarðeigna í eigu kirkna, biskupsstóla, Kristfjárjarða og spítala, sjöttungur eign konungs og helmingur bændaeign.

Fyrir þá, sem líta ekki á eign sem þjófnað eins og stjórnleysinginn Proudhon, ætti að vera sjálfsagt að skoða þessi mál af jafnaðargeði og réttsýni. Eðlilegri kröfu kirkjunnar að fá að halda tekjustofnum sínum verður ekki mótmælt í nafni trúfrelsis.

Ekki tilheyri ég Þjóðkirkjunni, er ekki þess vegna að verja hana ásælni. En vegna þrákelkni Hope í atsókninni finnst mér rétt að hún upplýsi okkur um fáein atriði:

  1. Heldur hún að kristnir Íslendingar láti höggva undan sér þær efnalegu stoðir sem forfeður okkar reistu til að halda uppi kirkjum, helgihaldi og þjónustu í þágu safnaðanna?
  2. Telur hún kristið fólk svo auðblekkt og geðlaust, að það standi ekki á eignarrétti sínum og eftirkomenda sinna?
  3. Trúir hún í alvöru að hún geti biðlað til ríkisstjórnarflokkanna um stuðning við að ræna kirkjuna eignum sínum og/eða samningsbundinni réttarstöðu? M.ö.o.: Með hliðsjón af því, að ríkisstjórnin segir í stefnuskrá sinni að kristin trú og gildi hafi "mótað mannlíf í landinu og verið þjóðinni ómetanlegur styrkur," auk þess sem báðir flokkarnir eru því andvígir "að löggjafinn gangi of nærri friðhelgi eignarréttarins" eða "taki sér nokkurt vald sem stríðir gegn grundvallarréttindum," trúir Hope því, að flokkarnir gangi á bak þeirra orða? Hefur hún svo lágt álit á þeim að hún ímyndi sér að þeir fáist til þess í bráðræði að hafna þannig kjörfylgi fjölda kristinna manna?
  4. Álítur hún mín lúthersku systkini þvílíkar gungur að þau láti rifta einhliða þeim samningi sem gildir milli ríkis og Þjóðkirkju um árlegt framlag til hennar úr ríkissjóði (sem er metið sem eðlilegt endurgjald fyrir þau 16% jarðeigna í landinu sem kirkjan lét af hendi við ríkið)?
  5. Kæmi það henni á óvart að Þjóðkirkjan fengi (í Hæstarétti eða með því að leita til æðsta dómstigs í Evrópu) þann samning staðfestan eða jarðeignir sínar afhentar aftur, ef ríkið fremdi þau samningsrof að hætta að greiða þetta árlega afgjaldsígildi úr ríkissjóði?
  6. Ef Hope ánafnaði Siðmennt eignir sínar, fyndist henni þá réttlætismál að einhver ríkisstjórn þjóðnýtti þær með einu pennastriki?
  7. Af því að henni er tíðrætt um réttlæti, jafnrétti og trúfrelsi, er að lokum spurt: Yrði það í þágu réttaröryggis ef magnaðasta valdið, ríkisbáknið, gæti sölsað undir sig sameign frjálsra félagasamtaka?

Kirkjan fer ekki fram á ölmusu, einungis að ríkið standi við gerða samninga. Ef ekki væri samstaða á Alþingi um lögin frá 1907 og 1997, ætti Þjóðkirkjan að taka við eignum sínum aftur og ávaxta þær á arðsaman hátt með nútímalegri fjármálastjórn til að tryggja, að hún geti staðið undir helgihaldi, viðhaldi kirkjuhúsa, hjálparstarfi og þjónustu til frambúðar. Ef hún hlypist undan þeirri ábyrgð (t.d. af hræðslugæðum eða í viðleitni til að þókknast öllum, umfram allt einhverri tízkuhugsun), væru það svik við köllun kirkjunnar, þá sem hafa stutt hana og við sjálfan þann sem sendi hana. Til þess hefur kirkjan þegið þennan arf að vinna úr honum til heilla fyrir íslenzka þjóð.”

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.8.2010 kl. 10:08

3 identicon

Kannski kominn tími á opinbera rannsóknn á því hvernig kirkjan "eignaðist" þessar jarðir ásamt fleiru. Það skyldi þó ekki koma í ljós að þessar "kirkjueignir" tilheyra kannski öðrum og kirkjunni beri að skila þessum "eignum sínum"?  "Þjóðirkjan" er afæta á íslensku samfélagi og hefur ekkert með sameiningu né ábyrgð fyrir þjóðfélagið að gera og því fyrr sem fullur aðskilnaður ríkis frá kirkju fer fram því betra. Enn eina ferðina afhjúpar starfsfólk kirkjunnar sig og sýnir sitt rétta eðli, það sýnir að græðgisvæðingin lifir góðu lífi meðal þess og hafnar sameiginlegri ábyrgð og deilingu lífsgæða með því fólki sem landið byggir og greiðir þessu fólki laun. Því ef þetta fólk hefur ekki enn þá gert sér grein fyrir því hverjir bera þann kostnað sem felst í framlögum til kirkjunnar þá má benda þeim á það að sá ríkissjóður sem þau sækja þetta fjármagn til er fjármagnaður af launþegum landsins sem þurfa flestallir að bera mun þyngri byrðar og skera mun meira niður en sem nemur þeim niðurskurði sem fyrir þau er lagður. Þetta fólk á að skammast sín.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 11:25

4 identicon

Bíddu bara hægur JVJ... margar þjóðir eiga eftir að þjóðnýta það sem kaþólska kirkjan hefur stolið í gegnu aldirnar...


Trúarbrögð eru jú það sem aular nota til að ræna frá fólki... viti og aurum

doctore (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 11:30

5 Smámynd: Reputo

Ég man ekki betur en að Brynjólfur Þorvaðsson hafi jarðað Jón Val í rökræðum um hvernig kirkjan komst yfir jarðir landans fyrr á öldum. Ég finn þessi orðaskipti reyndar ekki en ég skal pósta þeim ef ég finn þau.

Þar að auki að þá var kirkjan að verða gjaldþrota og því var þessi samningur gerður 1907 sem í raun bjargaði kirkjunni frá gjaldþroti. Ef hún hefði verið látin rúlla hefði ríkið sennilega eignast flestar jarðirnar sjálfkrafa og því er fásinna að tala um að ríkinu beri að skila jörðunum verði kirkjan aðskilin frá. Ætli það sé ekki búið að greiða all hressilega fyrir þær í þokkabót síðastliðin 103 ár.

Einnig er rangt farið með upphæðina sem kirkjan fær frá ríkinu. Sú upp er rétt yfir 5 milljörðum eisn og fram kemur í fylgiskjalinu neðst á fjármalasíðu kirkjunnar.

Reputo, 9.8.2010 kl. 11:53

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

docsi, J'on og Rep.

Þið vitið af Hegningarlögum gagnvart svona aðdróttunum. Þessar aðdróttanir eru að engu hafandi nema þið styðjir þær með staðreyndum þar sem þið getið sagt frá hverju var stolið, af hverjum og á hvern hátt það var framkvæmt.

Við erum svo lánsöm að eiga Fornbréfasafnið í nærri 30 bindum, en þar eru löggerningar um kaup og sölu og erfðir nærri því aftur til landnáms. Svo eru auðvitað þinglýsingarbækur sýslumanna eftir það sem sanna löglegt eignarhald.

Verið nú menn að meiri og komið með sönnur á staðhæfingar ykkar eða þið kallist Hildiríðarsynir ella.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.8.2010 kl. 13:18

7 Smámynd: Reputo

Ég held að þú misskiljir hegningalögin ef þú telur mig vera að brjóta þau Predikari. En svona til að þóknast duttlungum þínum skal ég reyna að grafa þetta uppi.

Reputo, 9.8.2010 kl. 13:56

8 Smámynd: Reputo

Hérna takast Brynjólfur og Jón Valur á um hvernig kirkjan sölsaði undir sig landareignum.

http://olijon.blog.is/blog/olijon/entry/1052784/

Hér fyrir neðan er sagt frá báðum sjónahornum um fjárhag kirkjunnar og hvernig ríkið tók yfir jarðirnar til að forða kirkjunni frá gjaldþroti.

http://www.kirkjan.is/stjornsysla/fjarmal/grundvollur

http://www.vantru.is/2008/10/23/09.00/

Er þetta þá nóg fyrir þig Predikari?

Reputo, 9.8.2010 kl. 14:12

9 Smámynd: Reputo

Mig grunar reyndar sterklega að Predikarinn sé Jón Valur Jensson í feluleik.

Reputo, 9.8.2010 kl. 14:18

10 identicon

Bíðið þar til þjóðkirkjan segir að hún sé ómissandi vegna fátæktar í landinu... .bíðið svo eftir því að hún biðji ykkur um að gefa pening í söfnun.. og bíðið svo eftir því að hún hrósi sjálfri sér fyrir góðmennskuna...
 Hvað eru þetta núna, 5000 milljónir á einu ári í kufla... við gætum útrýmt fátækt með þessum aurum...

doctore (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 14:25

11 identicon

Endilega Mr. Predíkari.. sendu lögguna á mig... það sýnir okkur hinum hversu lítið traust þú hefur á fjöldamorðingjanum þínum í geimnum...
Að auki gefur það séns á að almenningur sjái hvað stendur í biblíu.... hvernig það eigi að myrða óþekka börn og svona..


Bíðum spenntir

doctore (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband