Trúleysi presta
30.8.2010 | 16:56
Er trúleysi alltof margra presta ekki meinsemdin í kirkjunni - fólk fer í þetta nám til þess að komast í þægilegt opinbert embætti og getur setið þar til æviloka -
svo á almúginn að trúa öllu sem frá þeim kemur - orð þeirra hafin yfir gagnrýni - allt gott - hann/hún er jú prestur.
væntanlega fæ ég einhverskonar bannfæringu fyrir þetta en gott fólk - prestur á framboðslista t.d. Samfylkingarinnar er ekki trúverðugri í mínum huga en aðrir frambjóðendur þess flokks.
sjálfsagt eru til trúaðir prestar en einhvernveginn hefur mér fundist undanfarin mörg ár að áhugi þeirra á Mammon sé sterkari en áhugi þeirra á Guði - trú þeirra á Mammon sterkari en trúin á Guð -
Kirkjan hressi upp á guðfræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála því að þetta á við um marga presta en alls ekki alla. En það er trúlausum manni til vansa að vera prestur.
En talandi um Mammon, dýrkun hans í nútímanum er svo sterk að merkilegt verður að telja að ekki sé búið að ganga formlega frá stöfnun söfnuðar. Þá fengjust framlög frá ríkinu!
Magnús Óskar Ingvarsson, 30.8.2010 kl. 17:09
Alls ekki, þegar prestar réðu öllu og tóku allt upp úr biblíu.. þá upplifði fólk helvíti á jörðu.
Það er nú orðið svo að stórir partar biblíu eru ekki mönnum bjóðandi, grimmdin er svo yfirgengileg, óréttlætið er algert.
Persónulega mun ég aldrei kjósa mann eða konu sem trúir á galdra... já sem trúir eldgömlum sögum sem lofa gulli og grænum skógum til þeirra sem hugsa ekki...
Get ekki kosið slíkt fólk
DoctorE (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 17:15
Ef stofnaðir væru söfnuðir um hverja kirkju ættu þeir að vera á eigin vegum en ekki ríkisins - þá myndu þeir söfnuðir vera ´byrgir fyrir rekstrinum og presturinn yrði að standa sig -
í dag er það þannig að hvað svosem presturinn gerir gerist ekkert annað en að óánægð sóknarbörn fara annarsstaðar í kirkju - eða sleppa því - presturinn heldur sínum launum og breytir engu í starfi sínu eða framferði.
sérð þú Magnús það fyrir þér að Sjálfstæðismenn Framsóknarmenn -VG liðar eða aðrir andstæðingar kirkjunnar hópist til þess að hlusta á Bjarna í Laugarnesinu ?
Mér skilst að kirkjusókn þar hafi dalað - eðlilega - maðurinn er í pólitík fyrst og fremst -
Ólafur Ingi Hrólfsson, 30.8.2010 kl. 17:17
Að sjálfsögðu átti þetta að vera andstæðingar Samfylkingarinnar en ekki kirkjunnar - biðst afsökunar á þessu.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 31.8.2010 kl. 09:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.