Að sjálfsögðu eiga þau að segja af sér!
2.9.2010 | 01:46
Að vísu brutu þau ekkert af sér - en - bloggarar krefjast afsagnar og almenningur - æstur upp af misvitrum blaðasnápum Jóns Ásgeirs heimtar afsagnir.
Prestlingur einn heimtaði afsögn Gísla Marteins á þeirri forsendu að ef reglur þingkosninga hefðu gilt í borgarstjórnarkosningum hefði hann farið niður um eitt sæti.
Það eru fleiri "trúaðir" en presturinn. Fólk vill að Þorgerður Katrín taki ekki sæti á þingi og að Guðlaugur Þór segi af sér -
Guðlaugur Þór á að segja af sér þar sem hann fékk styrki sem voru í samræmi við ruglið á sínum tíma - en þau trúuðu vilja refsa honum á þeirri forsendu að þær reglur gildi ekki lengur.
Steinunn Valdís var hrakin af þingi - hún varði fjölskyldu sína með þeirri afsögn - og af einhverjum ástæðum sem ég þekki ekki réðist samflokksmaður hennar í borginni gegn henni og lyddan Mörður Árnason beið á hliðarlínunni og glotti - og tók sæti á þingi.
Enginn minntist á Dag B Eggertsson sem hlutfallslega fékk hærri styrki en Steinunn.
Þrátt fyrir að eiginmaður Þorgerðar - Kristján "OKKAR" Arason ( eins og hann var kallaður þegar hann bar hróður landsins út um lönd ) hafi tapað meira fé (afrakstur atvinnumennskunnar m.a.) þá á hún að skammast sín og á ekki að taka sæti á þingi. Vantar ekki eitthvað í þessa mynd?
Er ekki komið nóg af pólitískum aftökum? Á meðan við erum upptekin af slíkri iðju er ekki verið að nýta tímann til uppbyggingar.
![]() |
Sáttir við Steinunni Valdísi en ósáttir með Þorgerði Katrínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.